ÍSLENSKAR SKIPAMYNDIR 41- 50

Hérna kemur svo restin af skipamyndunum.  Það vantar inn í „seríuna“ en það verður bara að hafa það.

SKYLDI ÍSLANDSKLUKKAN HLJÓMA?

Mér líst vel á hugmyndir um að setja rosaskatt á bankatoppana.  Höfum í huga að Arion, Glitnir og Landsbankinn fengu miljarðatugi frá skattgreiðendum bara til þess að tóra.  Höfum eitt á tæru.  Ekki erum að ræða ofurskatta á duglega viðskiptamenn, lánsama sjómenn eða þessháttar.  Um er að ræða bankatoppa hinna föllnu banka sem fengu miljarðatugi frá skattgreiðendum.

REIÐUMST !!

Guðrún H. A. Eyþórsdóttir skrifaði mjög athyglisvert blogg um daginn.  Þar fór Guðrún yfir nokkur atriði sem hún upplifir sem sér-íslensk og tók sértaklega fram þessa hóp-þöggun sem á sér stundum stað þegar einhver fer algerlega yfir strikið.  Guðrún nefndi dæmi úr kjörbúðinni að enginn gerir athugasemd við það þegar innkaupakerru er ekið á fólk.  Enginn segir neitt.  Ekki sá sem ók kerrunni og ekki sá sem varð fyrir henni.Mjög gott dæmi satt best að segja.

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Í NOREGI

Fjölskyldan var í Osló um helgina í góðu yfirlæti.  Ég gerði þetta helsta eins og vera ber.  Fór á Munch safnið sá húsið hans Bjarna Ármannsonar og renndi mér á skíðum.  Noregur var lengi hluti af Svíþjóð en var skilið frá ríkinu eftir töluvert basl, en fór sósíaldemókratinn Hjalmar Branting fremstur í flokki til að koma þjóði sinni í skilning um að betra væri fyrir Svíþjóð að sleppa hendinni af Noregi, en að standa í stöðgu basli við að réttlæta þann órett sem undirokaður Noregur var.

Lesa meira

Site Footer