LÚSERINN BJARNI BENEDIKTSSON

Ég undrast þagnarvegginn sem risið hefur upp í kringum miljarðabrask Bjarna Ben. það er eins og ekkert hafi gerst og ekkert hafi skeð. Engir miljarðar og ekkert brask. Bara hljóðið í breyttum Cheeroke jeppa í fjarska. -Þögn. Enginn undirskrift formanns Sjálfstæðisflokksins og engir 12 miljarðar sem töpuðust. Ekkert.  – Ekki boffs kæru lesendur.

Á GRAFARBAKKANUM

Ég er með Ísland á heilanum. Ég fékk það á heilann við hrunið og eftirmála þess. Ég held að um sé að ræða þessa endurskoðun sem allir voru að tala um að væri svo nauðsynleg. Ég er allur í henni. Ég hef verið að tjá mig að undanförnu um hina hroðalegu Svíþjóð þar sem ég bý og hið ómögulega „sósíalíska“ kerfi sem hér tröllríður samfélaginu. Kerfi sem margir telja svo slæmt að það allt í senn leggi landið í rúst

Lesa meira

SJÁLFSTÆÐISKONUR SAFNA

Hafið þið einhverntíman fengið svona tilfinningu að þið séuð að hrapa þegar þið lesið eitthvað? Fengið svona tilfinningu eins og Vertigo-plagatið úr Hitskokk myndinni frægu lýsir svo vel? Ég fékk svona tilfinningu þegar ég las að Sjálfstæðiskonur með Erlu Ósk Ásgeirsdóttur í fararbroddi, væru að safna fé fyrir Mæðrastyrksnefnd.

LEIÐINLEGA SVÍÞJÓÐ

Þessi Adrian Hutchcinsons sem var í Silfrinu í gær hafði víst orð þá því að Skandínavísku löndin væru svo leiðinleg. Ég skil ekki alveg þessa fullyrðingu en hef heyrt hana oft áður. Íslendingar sérstaklega, hafa mikla fordóma gagnvart Svíþjóð. Segja að íbúana leiðinleg reglugerðarfrík sem eru sneyddir kímnigáfu. Fordómar Íslendinga kristallast vel í Bjarnfreðssyni sem er sífellt að mæra Svíþjóð.

FATTLAUS FJÁRMÁLARÁÐHERRA

Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Steingrím fjármálaráðherra. Hann undrast stórum þvermóðskufullt málþóf Sjálfstæðismanna og hinna stjórnarandstöðuflokkanna. „Við höfum gert þrjár meiri háttar tilraunir til að koma vitinu fyrir þau, en þær hafa ekki borið árangur ennþá. Mikið lengra getum við ekki teygt okkur því þá værum við að búa til slíkar aðstæður í þinginu að ekki verður búið við.“ Svo mörg voru þau orð.

ÞRJÚ ATRIÐI SEM VERT ER AÐ HAFA Í HUGA

Endurreisn Íslands snýst um þrennt. Í fyrsta lagi að borga skuldir ríkisins og snúa við halla rekstri ríkissjóðs sem varð m.a. til vegna gjaldþrots Seðlabankans og kostnaði við að endurfjármagna nýju bankana svo atvinnulífið geti aftur farið í gang. Við getum ekki tekið rekið ríkið endalaust með halla og því þarf að gera tvennt, hækka skatta og skera niður ríkisútgjöld. Ríkisstjórnin er að reyna að gera hvort tveggja, út frá því sjónarmiði að hlífa þeim sem minnst mega sín, hlífa

Lesa meira

Site Footer