TAKA TVÖ

Það er sannarlega gleðilegt að vandamál gjaldeyrishaftanna virðast vera að leysast. Þau hafa verið á alltof lengi og kostað okkur alltof mikla peninga.  Það er hinsvegar uggvænlegt að enn og aftur standi fyrir dyrum að selja bankana.  En það tókst hrapallega síðast þegar það var gert eins og margir muna.  Mér líst satt best að segja ekkert á þetta og enn síður á að formaður efnahags og viðskiptanefndar Frosti Sigurjónsson telji það glapræði að aðrir en Íslendingar fái að kaupa

Lesa meira

SIGMUNDUR FER TIL ÚTLANDA

að virðist vera regla að í hvert sinn sem forsætisráðherra bregður sér út fyrir landsteinana skilur hann eftir einhverja bombu sem á að springa meðan hann skoðar sig um í hinu vonda Evrópusambandi og nýtur allra þeirra lystisemda sem hann vill fyrir enga muni deila með löndum sínum.

DAGPENINGARNIR HANS BJÖRNS BJARNASONAR

Ég vakti athygli á því að dögunum að Evrópuvaktin þeirra Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar hafði fengið 4.5 miljónir í ESB kynningarsstyrk frá Alþing.  Í kjölfarið birti Evrópuvaktin reikinga vegna þessa styrks.  Athygli vakti að Björn Bjarnason lætur Alþingi borga fyrir sig yfirvigt.

ERU OFSKYNJUNARSVEPPIR Í ÍSLENSKA KÚRNUM?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komst í fréttirnar í síðustu viku.  Hann sagði að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við hruninu, væru verri en hrunið sjálft.  Þetta vakti að vonum upp athygli enda ekki á hverjum degi sem formaður stjórnmálaflokks lætur svona útúr sér.   -En það voru frekar þessi orð sem framkölluðu hausverk hjá mér.

BRUNARÚSTIRNAR INNRA

Viðbrögðin við úrskurði Landsdóms koma í sjálfu sér ekki á óvart.  Flokkurinn bítur frá sér.  Það sem er óvenjulegt í þessu samhengi er að ekkert er að bíta í sem tönn á festir.  Ótrúverðugt er að kenna dómurunum um eins og Geir gerði í ræðu sinn eftir úrskurðinn.  Hann sjálfur valdi flesta dómarana eða vinir hans úr Sjálfstæðinu.  Sama gildir um önnur rök.

SVIÐIN JÖRÐ

Það er alveg stórfurðulegt að bera saman hvernig ESB umræðan er á Íslandi og hér í Svíþjóð. Hérna er litið á aðildina að ESB sem eitthvað sem er gott fyrir hinn máttuga sænska iðnað og eitthvað sem stuðlar að skilningi þjóða í milli og mikilvægan samstarfsvettvang fyrir hitt og þetta.

BJÖRN BJARNASON OG „HEIÐARLEGU SKOÐANASKIPTIN“

Björn Bjarnason ritaði á föstudaginn síðasta, alveg sérdeilis afhjúpandi dagbókarfærslu. Hann skammast í mér og „DV-feðgum“ fyrir að skrifa um styrk sem hann fékk frá Alþingi. Styrkurinn nam 4.5 miljónum og var veittur til félagsins „Evrópuvaktin“ sem Björn rekur í félagi við Styrmi Gunnarsson. Afskiptasemi mín er auðvitað dónaskapur eins og gefur að skilja.  Ég fór í byrjun umræðunnar, rangt með upphæð styrksins. Ég taldi hann hafa numið 9 miljónum. Seinna fékk ég upplýsingar um að styrkurinn hefði verið 7

Lesa meira

Site Footer