FURÐULEG TILVILJUN – ÆÐRI KRAFTAR AÐ VERKI?

síðustu viku lést hinn þekkti leikari Leonard Nimoy. Hann var einn þekktasti leikari í Hollywood og ferill hans spannar heila sex áratugi.  Undarleg samfella virðist vera milli þessa stórkostlega leikara og forsætisráðherra Íslands.Leonard Nimoj er flestum vel kunnur.  Sinn fyrsta leiksigur átti hann árið1958 í kvikmyndinni Zombies of the Stratosphere og þá í hlutverki Marsbúans Narab. Í kjölfariðopnuðust gáttir og brautin varð greið fyrir fleiri bitastæð hlutverk.Það var svo árið 1966 aðNimoy þáði hlutverk sem hefur tvinnast við persónu hans

Lesa meira

LUKKUDÝRIÐ DAVÍÐ ODDSSON

Kona sem ég þekki fór með vinkonum sínum á þekktan bar hér í Gautaborg. Geysiflottur staður efst uppi í Gothia Tower. Merki staðarins vakti almenna lukku í hópnum enda ljóst að Davíð Oddson var lukkudýr þessa ágæta veitingahúss og allskonar hlutir voru merktir ásjónu efnahagsmeistarans.

Xanadu

Í gær sá ég bíómyndina Xanadu með Oliviu Newton-John. Það er skemmst frá því að segja að ég hef ekki séð súrari mynd á ævinni. Samt er tiltölulega stutt síðan ég sá Pink Flamengos eftir John Waters. Það er súr mynd en nær ekki með tærnar þar sem Xanadu er með hælana.

OG JAFNFRAMT

Ég hef gaman að íslensku og er svo lánsamur að vinna við fagið.  Ég er svo mikið nörd að þegar ég les þýddar bækur, er ég alltaf með hugann við þýðinguna frekar en innihald sögunnar.  Í því samhengi vil ég vekja athygli á þýðingu Guðbergs Bergssonar á 100 ára einsemd, sem er svo snilldarleg að hún jafnast á við það besta sem skrifað hefur verið á íslensku.

Site Footer