EKKI AÐ FARA AÐ GERAST

Ein helstu rök þeirra sem vilja ekki taka á móti flóttafólki og hælisleitendum, eru þau að fráleitt sé að hjálpa öðrum, þegar við getum ekki einu sinni hjálpað okkur sjálfum. Þarna er vísað í þá staðreynd að margir í algsnægtasamfélaginu okkar, hafa það bísna skítt.  Margir öryrkjar og aldraðir lepja dauðann úr skel. Það eru biðraðir eftir mikilvægum aðgerðum í heilbrigðiskerfinu okkar o.s.fr. Röksemdafærslan siglir svo áfram uns hún fær höfn í hugmyndinni um að við Íslendingar þurfum að taka

Lesa meira

FALSKA FLAGGIÐ VERÐUR AÐ HVERFA – NIÐUR MEÐ DYFLINARREGLUGERÐINA

Nú um stundir erum við að upplifa mesta flóttamannastraum frá lokum seinni heimsstyrjaldar.  Allt byrjaði þetta á frekar tilviljanakenndan hátt því þetta var aldrei meiningin til að byrja með.  Nasistar höfðu reyndar þann háttinn á að ofsækja kerfisbundið gyðinga hvar sem þeir gátu. Þetta fór þannig fram að lýðréttindi þeirra voru smám saman tekin af þeim og þegar gyðingar höfðu nánast engan lagalegan rétt á vernd, þá kom tilkynning um að þeir mættu drífa sig burtu.  Hundruð þúsunda gyðinga lögðu

Lesa meira

GLEYPT VIÐ LYGINNI

Samhengi hlutanna getur verið svolítið skrýtið og alveg víst að vængsláttur fiðrildis í Ástralíu getur orsakað hitabeltisstorm í karabíska hafinu.  Stundum er sagt að Skaftáreldarnir hafi orsakað frönsku byltinguna.  Það má vel  vera.  Hátt verð á hveiti sem orsakaðist af uppskerubresti vegna áhrifa Skaftárelda, getur vel hafa verið dropinn sem fyllti mælinn hjá langþreyttum og sárkvöldum almenningi í Frakklandi sem olli mótmælabylgju á hárréttum tíma.

GLEÐILEGT SVAR ÚTLENDINGASTOFNUNAR OG „HÖFUÐBORGARKALLINN“

Þrátt fyrir óskir um afdrif íraska parsins sem dæmt var í fangelsi þann 8. september hafa mér ekki borist neinar fréttir af afdrifum þess.  Ég hef heyrt því fleygt að þau hafi óskað eftir því að yfirgefa Ísland eftir að afplánun lauk og ljái það þeim hver sem það vill.

RÆTNAR OG HEIMSKULEGAR ATHUGASEMDIR

Ég ritaði lítið blogg um gunguhátt Mósesdóttur og Gíslasonar í dag.  Ekkert merkilegt blogg í sjálfu sér.  Bara smávegis hugleiðingar um raggeitarhátt ofangreindra og svo pæling um að kjósendur VG kusu ekki svona flokk, sundraðan og óstarfhæfan. Viðbrögðin voru hörð.

MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON OG KARLMENNSKAN

Ótti er hluti af þeim breytum sem stjórna ferðinni í pólitískri umræðu. Þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf vera. Ótti við loftslagsbreytingar eru t.d stór breyta í stjórnmálum í dag. En það eru fleiri áhyggjur að verki í flóknu samspili nútíma umræðu en loftslagsbreytingar. Sumar áhuggjurnar eru léttvægar en aðrar öllu fyrirferðarmeiri. Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins stjórnast af óskiljanlegum ótta þessa dagana og hefur í kjölfarið mist allan trúverðugleika og sennilega framið pólitískt hara-kiri sjálfum sér og

Lesa meira

Site Footer