Björn Bjarnason ritaði á föstudaginn síðasta, alveg sérdeilis afhjúpandi dagbókarfærslu. Hann skammast í mér og „DV-feðgum“ fyrir að skrifa um styrk sem hann fékk frá Alþingi. Styrkurinn nam 4.5 miljónum og var veittur til félagsins „Evrópuvaktin“ sem Björn rekur í félagi við Styrmi Gunnarsson. Afskiptasemi mín er auðvitað dónaskapur eins og gefur að skilja. Ég fór í byrjun umræðunnar, rangt með upphæð styrksins. Ég taldi hann hafa numið 9 miljónum. Seinna fékk ég upplýsingar um að styrkurinn hefði verið 7 …
Flokkur: Blogg
Á mánudaginn birti ég blogg um árásir Björns Bjarnasonar á sjónvarpsmanninn Gísla Einarsson. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi dylgjaði um að Gísli hefði þegið styrk frá ESB til þess að framleiða þáttinn. Daginn eftir birti ég blogg um að „Evrópuvaktin“ hans Björns hefði þegið styrk frá Alþingi til þess að fjalla um ESB. 4,5 miljónir eftir því sem Björn segir sjálfur.
Bessi hélt upp á 6 ára afmælið sitt í gær. Ég sá um kökuna eins og í fyrra. Óhætt er að segja að allt tókst betur en í síðasta afmæli. Það var meira og minna disaster.
Það er alltaf gaman að uppgötva eitthvað nýtt í tónlistinni. Ég er reyndar svolítið eftirá eins og sagt er og uppgötvaði t.d Gangter-rappið í hitteðfyrra og féll kylliflatur fyrir því. Svo er gaman að því að upp úr 1990 hlustaði ég bara á Sex Pistols og eitthvað punk. Fugazi hét ein hljómsveitin.
Eftir því sem mér skilst, þá er aðeins einn maður sem hefur skilning á forsetaembættinu. Sem betur fer er það ekki einhver Dúddi Majónes, heldur forsetinn sjálfur. Ólafur Ragnar Grímsson. Ég er svolítið uggandi vegna þessa og þeirrar furðu-ákvörðunar sem hann tók fyrir svona ári síðan, að bjóða sig fram í fimmta skiptið.
Ég er fæddur undir þeirri óhellastjörnu að hafa veiklleika fyrir kitch-i hverskonar. Ég safna frekar ósmekklegum eftirprentunum á stigagangalist ef svo má að orði komast. Ég á orðið gott safn og ætla að sýna það þegar ég flyt aftur til Íslands. Ég hef áður bloggað um þetta sérkennilega safn mitt en ekki er hægt að segja að vegsemd mín hafi aukist nokkuð við það.
Eftir 18 ára valdasetu og stanslausa ítroðslu hugmynda á borð við „ég á þetta – ég má þetta“ og fyrirlitningu á sameignarhugakinu, hefur vaxið upp heil kynslóð sjálfstæðismanna sem halda á lofti skoðunum sem stinga í stúf við það sem kalla má venjulegan samfélagsskiling og eðlilegt siðferði. Auðvitað eru þetta stór en þau má rökstyðja. – býsna vel.
Eva Haukdsdóttir bloggari hefur verið að segja sögu Mohammed Lo á blogginu sínu. Hún ásamt fleirum eru að reyna sitt ýtrasta til þess að fá íslensk stjórnvöld til þess að veita honum hæli sem flóttamanni við litlar undirtektir yfirvalda.
Ég er nörd. Ég er meir að segja súpernörd. Ég á mánaðastellið. Þetta goðsögulega kaffistell var á öðru hvoru heimili á Íslandi fyrir einni kynslóð síðan. Ég man vel eftir þessu stelli mínu því að amma mín heitin átti það. Mér hefur alltaf þótt svolítið gaman að þessu og passa upp á að ekkert brotni. Það gerðist reyndar einu sinni að dóttir mín, þá 3 ára var að leika sér með það (helgarpabbar banna aldrei börnunum sínum nokkurn skapaðan hlut) og þá brotnuðu nokkrir bollar. …
Gunnlaugur M. Sigmundsson, sá sem stefndi mér vegna skrifa um Kögunarmálið, birti í morgun yfirlýsingu í Fréttablaðinu sem tengist mér aðeins. Yfirlýsingin er hérna. Þar viðurkennir Gunnlaugur að hafa sent mér nafnlaus SMS sem innihéldu furðudylgjur og óra sem ég nenni ekki að tíunda. Ég svaraði þessari yfirlýsingu í dag á sama vetvangi.