ÁFRAM IKEA !!

Með ákvörðun sinni um að lækka verð á öllum vörum sínum vegna góðs hagnaðar fyrirtækisins, hefur IKEA slegið tón sem ég vona að muni heyrast oftar.  Hér er um að ræða heilbrigðan og góða kapítalisma sem miðar að því að allir hagnist.

DÓLGUR Á BIRKIMEL

Ég er orðin frekar þreyttur á ökumönnum sem leggja bílunum sínum út um allar trissur og skeyta engu um annað fólk. Ég held að ég sé ekkert einn um þennan pirring því flestir þeim sem ég þekki deila honum með mér.  Svæsnustu dæmin eru þegar ökumenn leggja í stæði sem merkt eru fötluðu fólki.  Það er í mínum huga einhverskonar hámark skeytingaleysisins og um leið lágmark einhvers sem kalla má mannlega reisn.

SPIDERMAN SNÝR AFTUR

Árið 2006 keypti myndasögu og leikfanga miðlarinn John Cimino leikfangasafn af seljanda sem lenti í þeirri ógæfu að hitakerfi í húsinu hans bilaði og þarfnaðist peninga fyrir nýjum vatns-hitara.  Leikfangasafnið samanstóð af allskonar munum og sérkennilegheitum sem fyrri kynslóðir ýmist höfðu fyrir augunum eða léku sér að eða þráðu að eignast.  Innan um þessa gripi , sem Cimino keypti á 500 dollara, var að finna ódýran Halloween búning úr bómullarblönduðu gervi-efni frá fimmta áratuginum.  Búningurinn var Spiderman-búningur

NÁLGUNARBANN SEM VIRKAR

Fyrr í vetur fjallaði Kastljós um skelfilegt mál þar sem eltihrellir þröngvaði konu til þess að flytja úr Reykjavík og alla leið til Þórshafnar.  Ofsóknir hrellisins voru mjög óhuggulegar og einkenndust af sífelldum SMS-skilaboðum sem sum hver voru afar uggvekjandi.

SVINDLKEPPNI MJÓLKURSAMSÖLUNNAR

Á Íslenskum mjólkur-markaði ríkir einokun.  Eitt fyrirtæki gnæfir yfir og nýtur í ofanálag ríkisstyrkja.  Stundum hafa verið gerð áhlaup á yfirburðarstöðu Mjólkursamsölunnar en allar þær tilraunir hafa mistekist.

NÝTUM NÁTTÚRUNA – HÆTTUM HVALVEIÐUM

Ég átti erindi til Húsavíkur fyrir nokkrum dögum.  Það var mjög skemmtilegt að koma þangað.  Ég bjó á Húsavík í 4 vikur árið 2003 og það er óhætt að segja að allt annar bragur er á Húsavík í dag en þá.  Þarna er allt á uppleið og þar sem áður var daufleg og daunill höfn, er nú iðandi mannlífspottur með veitingastöðum og allskonar skemmtun.

MIKILVÆGT MÁL AÐ GLEYMAST

Því miður stefnir í það að nýlegar hækkanir Mjólkursamsölunnar á smjöri falli í gleymsku og ömurðarhringrás hækkana, verðbólgu, verðtryggingar og neytendafjandsemi haldi áfram enn um hríð.  Þessi hækkun er sérskaklega illskeytt núna rétt eftir samninga á vinnumarkaði þar sem hækkunin hefur áhrif á vísitölu sem síðan hefur áhrif á lánskjör allra landsmanna.

Site Footer