RUGLINGSLEGAR AUGLÝSINGAR

Ég heyrði í útvarpinu áðan auglýsingu frá versluninni Iceland.  Í henni var tilkynnt að kaupi maður 4 pitsur, fái maður þá fimmtu frítt.  Fyrir ósnotra þá þýðir þetta það sama og ef auglýstur væri 20% afsláttur.  Þetta er algengt trix og viða notað.  Allskonar hringlandi með verð og tilboð eru orðin að reglu frekar en undantekningu.

ÍSHÚSIÐ

Á dögunum heimsótti ég Jónínu vinkonu mína suður í Hafnarfjörð. Þar hefur hún aðstöðu fyrir lítið hönnunarfyrirtæki sem heitir Bifukolla.  Jónína sagði mér að koma í Íshúsið eins og ég vissi upp á hár hvað það væri og hvar það væri.  Ég tékkaði á já.is og sá að það var við Strandgötu.  -Iss!  -Ekkert mál að finna það, hugsaði ég.  Samt lenti ég í vandræðum því að Strandgatan er miklu lengri en ég bjóst við.  Íshús Hafnarfjarðar er alveg við

Lesa meira

RUDDALEG SKRIF

„Spurningin er nú kannski fyrst sú hvers vegna í ósköpunum verið sé að senda fólk í 4-5 ára nám til að undirbúa sig fyrir starf sem fyrst og fremst felst í að gefa fólki pillur eftir forskrift lækna. Að stórum hluta mætti hafa sjálfsala sem sæju um þá vinnu sem hjúkrunarfræðingar vinna nú.“   Undir þetta skrifar Þorsteinn Sigurlaugsson sem er lykilmaður í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í athugsemd við Vangaveltur Magga B. Þessi skoðun Þorsteins er því miður algeng innan vébanda

Lesa meira

TAKA TVÖ

Það er sannarlega gleðilegt að vandamál gjaldeyrishaftanna virðast vera að leysast. Þau hafa verið á alltof lengi og kostað okkur alltof mikla peninga.  Það er hinsvegar uggvænlegt að enn og aftur standi fyrir dyrum að selja bankana.  En það tókst hrapallega síðast þegar það var gert eins og margir muna.  Mér líst satt best að segja ekkert á þetta og enn síður á að formaður efnahags og viðskiptanefndar Frosti Sigurjónsson telji það glapræði að aðrir en Íslendingar fái að kaupa

Lesa meira

SELFÍ Á MARKLÍNUNNI

Það fór sjálfsagt ekki framhjá neinum að um síðustu helgi var s.k „Colour Run“ í Reykjavík.  Ég og sonur minn vorum skráðir til þátttöku og mættum tímanlega fyrir „hlaupagögnin“ á laugardeginum.  Það var rífandi stemning og þúsundir hlaupara í bana-stuði.  Til að halda uppi stemningunni var dúndrandi tónlist og Hlölli sport og félagar hans sáu um að mannskapnum leiddist ekki.

LEYNDARDÓMAR TRYGGVAGÖTU

Við Tryggvagötu eru nú miklar framkvæmdir.  Þar sem áður var bílastæði milli tveggja stórbygginga, mun nú loksins rísa hús sem passar inn í götumyndina eins og alltaf var meiningin.   Ég átti leið þarna framhjá á fimmtudagskvöldið og sá mér til furðu að gamall grjótgarður er þarna beint undir húsunum.   Fornleifafólk var var búið að grafa þarna frá og ugglaust kortlagt allt eftir ýtrustu nákvæmni.

Site Footer