HVENÆR ER MAÐUR OSTUR OG HVENÆR ER MAÐUR EKKI OSTUR?

Þar sem ég bý í landi sem er meðlimur í ESB er mér ljúft og skylt að greina aðeins frá því hvernig lífið gengur fyrir sig hérna í „Evrópusambandinu„. Mig langar að tala um osta því ekki er allt sem sýnist í þeim efnum.  Þegar ég flutti til Svíþjóðar fyrir svona 4 árum kom það mér mest á óvart hversu gríðarlegir sælkerar Svíar eru. Það snýst allt um mat hérna. Enda er hann góður. Þó ber varast sumt eins og

Lesa meira

ÉG ÆTLA EKKI AÐ BREYTAST Í BJÖRN

Undanfarna 2 daga hef ég verið að skoða styrk sem morgunblaðsritstjórnarnir fyrrverandi, Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson fengu frá Alþingi. Styrkinn fengu þeir fyrir hönd vefritsins „Evrópuvaktin“ Ég fór með rangt mál framan af því ég stóð í þeirri trú að styrkurinn hefði nemið 7 miljónum. Ég leitaði að upplýsingum um upphæði styrkjanna þriggja en fékk engar niðurstöður. Það er alltaf leiðinlegt þegar maður rekur sig á leyndarhyggju opinberra stofnana eins og Alþingis.

STYRKUR TIL BJÖRNS BJARNASONAR VEKUR UPP SPURNINGAR

Á mánudaginn birti ég blogg um árásir Björns Bjarnasonar á sjónvarpsmanninn Gísla Einarsson. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi dylgjaði um að Gísli hefði þegið styrk frá ESB til þess að framleiða þáttinn. Daginn eftir birti ég blogg um að „Evrópuvaktin“ hans Björns hefði þegið styrk frá Alþingi til þess að fjalla um ESB. 4,5 miljónir eftir því sem Björn segir sjálfur.

SKAMMAST ÚT Í ESB STYRKI – EN ÞYGGUR ÞÁ SJÁLFUR

  Þetta sætir furðu eins og margt sem kemur frá Birni Bjarnasyni. En „margur heldur mig sig“ eins og maðurinn sagði. Því Björn ætti að þekkja það að fá styrki vegna ESB því Alþingi veitti honum og þessu Evrópuvaktin, um það bil 9 miljón króna* styrk til þess…..Björn Bjarnason er að liðast í sundur á límingunum vegna þess að sjónvarpssmaðurinn Gísli Einarsson gerði sjónvarps-þátt þar sem fjallað var um ESB og möguleg áhrif þess ef Ísland gerðist meðlimur í ESB. Björn

Lesa meira

REKUM GÍSLA EINARSSON! – – UPDATE – –

Fréttaskýringarþátturinn Landinn er búinn að bíta á ESB-agnið því á sunnudaginn var fjallað með málefnalegum hætti um byggðastefnu Evrópusambandsins. Rætt var við nokkra viðmælendur innanlands og utan, kostir og gallar reifaðir á yfirvegaðan en jafnframt auðskiljanlegan hátt og reynt að svara því hvaða tækifæri kunna að felast í byggðastefnu ESB fyrir Íslendinga. Von er á frekari umfjöllun næsta sunnudag.-Málið er allt hið alvarlegasta.

SPIDERMAN KAKAN

Bessi hélt upp á 6 ára afmælið sitt í gær. Ég sá um kökuna eins og í fyrra. Óhætt er að segja að allt tókst betur en í síðasta afmæli. Það var meira og minna disaster.

ÓSKAPLEGA HVIMLEITT

Sigmundur Davið Gunnlaugsson hefur verið í forrystu þeirra sem vill endilega taka upp gjaldmiðilinn sem notaður er í Kanada. Það var því frekar skrýtið að sjá hann gagnrýna Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að taka hálfpartinn undir með honum þegar hún lét í ljós þá skoðun sína að íslenska krónan væri ónýt. Sigmundur sagði „það vera ótrúlegt að forsætisráðherrann segði krónuna vera ónýta“.

AÐ UPPGÖTVA EITTHVAÐ NÝTT

Það er alltaf gaman að uppgötva eitthvað nýtt í tónlistinni. Ég er reyndar svolítið eftirá eins og sagt er og uppgötvaði t.d Gangter-rappið í hitteðfyrra og féll kylliflatur fyrir því. Svo er gaman að því að upp úr 1990 hlustaði ég bara á Sex Pistols og eitthvað punk. Fugazi hét ein hljómsveitin.

MINNIMÁTTARKENND FORSETANS

Eftir því sem mér skilst, þá er aðeins einn maður sem hefur skilning á forsetaembættinu. Sem betur fer er það ekki einhver Dúddi Majónes, heldur forsetinn sjálfur. Ólafur Ragnar Grímsson. Ég er svolítið uggandi vegna þessa og þeirrar furðu-ákvörðunar sem hann tók fyrir svona ári síðan, að bjóða sig fram í fimmta skiptið.

Site Footer