HERLÚÐUR GÆRDAGSINS

g fylgdist með „beinni línu“ á dv.is eins og svo margir.  Sjálfur forsetinn sat fyrir svörum.  Ég sendi inn spurningu eftir að hafa bisað við að ákveða hver hún ætti að vera.  Mig langaði að fá útskýringu á ofurmanna-kenningu Ólafs á íslenskum bankamönnum.  Hann sagði nefnilega að frábær árangur þeirra mætti rekja til genetískra eiginleika sem erfst hefðu mann fram af manni.

VARIST SKRUMIÐ

Ég hef að undanförnu fjallað um forsetakosningarnar.  Ég hef ýmislegt að athuga við hugmyndir Ólafs Ragnars um forsetaembættið, gildi þess og tilgang.  Ég er sannfærður um að einhversstaðar í þessari 16 ára vegferð Ólafs sem forseta hefur eitthvað skolast til og persónulegur metnaður hans „overlappað“ við inntak embættisins.

FORSETI Á HÁLUM ÍS

það er gagnlegt að setja útspil Ólafs Ragnars um eðli og tilgang forsetaembættisins í svolítið víðara samhengi.  Ólafur er að boða alveg nýtt hlutverk forsetaembættisins og þar með nýtt stjórnkerfismódel fyrir Ísland.  Þetta innifelur að ákvarðanir þingsins eru undir pólitískri innstillingu forsetans komnar.  -Jafnvel geðþótta.

ER ÓLAFUR RAGNAR MANNASÆTTIR?

Það koma stundir í lífi hvers manns þegar mann „setur hljóðan“ eða hvað það er kallað.  Þetta gerðist einmitt þegar ég sá fréttir af því hvernig Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að byrja kosningabaráttuna sína. Hann réðst sem sagt með offorsi og dylgjum á mótframbjóðanda sinn.

MÖLLER OG VINSÆLDAVEIÐARNAR

Bloggið hans Agnars Kristjáns Þorsteinssonar frá því í gær var með því besta sem ég hef séð í langan tíma.  Bloggið fjallaði um frétt sem birtist á stöð 2 þar sem gefið var í skyn að „eftirlitsiðnaðurinn“ væri að drepa suma geira atvinnulífsins og kræklingarækt nefnd þar sérstaklega til sögunnar. Fréttin var i þvílíkum dómsdags-stíl að Kristján Möller og einhver Sjálfstæðisþingmaður stigu upp í pontu á Alþingi og hneyksluðust yfir þessu.

Site Footer