ÍSLENSK HEILSUGÆSLA Í GAUTABORG

Félagi minn Oddur Steinarsson er heimilislæknir hér í Gautaborg. Hann rekur í félagi við nokkra kollega sína, heilsugæslustöðu í Kortedala sem er hverfi í Gautaborg.  Stöðin er vel í sveit sett því að sexan (sporvagn) snýr akkúrat við þarna.  Ég átti erindi til hans í síðustu viku og átti fróðlegt spjall við Odd.  Hann er nefnilega svolítill frumkvöðull í heilbrigðiskerfinu því þetta sýstem er tiltölulega nýtt og hann hefur verið með frá byrjun og þekkir kerfið út og inn.   Oddur sýndi mér herlegheitin og sagði mér

Lesa meira

„…ÞVÍ HEF ÉG ÁKVEÐIГ

Ég braut auðvitað loforð sem ég strengdi yfir Facebook-ið mitt um að hætta að skipta mér af pólitík framar og skrifaði grein sem fékkst birt í Fréttatímanum.  Hérna er hún.  Ég er ánægur með hana. Síðustu misserin hefur mikið verið rætt og ritað um hvort og hvenær Ólafur Ragnar Grímsson hættir sem forseti, og hver eigi að taka við af honum. Þessi umræða er út um víðan völl og sitt sýnist hverjum.  Sumir vilja fá konu á Bessastaði, aðrir celebrity, og enn aðrir akademíkara, bisnessmann,

Lesa meira

MISHEPPNUÐ TILRAUN

Ég er mikill áhugamaður um neytendamál.  Er félagi í neytendasamtökunum á íslandi (hef ekki borgað síðan ég flutti til Sve) og er áskrifandi af frábæru neytandamála-tímariti sem heitir Rad & rön.   Ég held að þessi áhugi minn sé fyrst og fremst pólitískur því að ég er alveg sannfærður, eins og margir þeir sem eru til hægri í pólitík, gott samfélag sé það þar sem borgararnir „kjósi með veskinu“.

HÚRRA FYRIR (ÍSLENSKA) PYLSUGERÐARMANNINUM

Ég ætla ekki að blogga um stjórnmálin eins og þau koma mér fyrir sjónir.  Ég bara meika það ekki.  Ég sá í fyrradag að Tryggvi Þór Herbertsson hafði skrifað grein um að það hefði ekki gerst neitt hrun.  Sama dag kom svo Vígdís Hauksdóttir og sagði að salt-hneykslið væri „kratasamsæri“ til þess að koma Íslandi inn í ESB.  Í gær sá ég svo að Ögmundur, Lilja og Atli Gíslason væru komin i eitthvað skíta-plott með Sjálfstæðisflokknum um að fella niður málið gegn Geir Haarde.  Ekki beint

Lesa meira

SÉR-ÍSLENSKT

Það hefur verið sérkennilegt í meira lagi að fylgjast með fréttum frá Íslandi að undanförnu.  Sumt er eiginlega grátlegt.  Þetta er eins og einhver revía í leiðinlegri kantinum.  Sumt kemur mér fyrir sjónir sem „sér-íslenskt“.  Því miður get ég ekki skilgreint þetta nákvæmar.  Samt verð ég nú að segja að þessi frasi  að eitthvað sé „sér íslenskt“ , er fyrir mér jákvæður.  Mér finnst sér íslenskt að sama manneskjan skúri sjoppu á kvöldin og selji tölvur á daginn.  Það er líka sér íslenskt að fá góða pylsu

Lesa meira

LÆKNIR MEÐ KRABBAMEIN

Það kom fyrir nokkrum misserum síðan fréttaskýring í GP sem vakti þjóðarathygli.  Læknir á besta aldri fékk krabbamein og lá banaleguna. Hann fékk verstu tegund krabbameins sem dró hann á nokkrum mánuðum frá því að skera upp sjúklinga og yfir í það hlutskipti að vera sá sem skorið var í.  Mjög sorgleg saga og lesendur fengu innsýn inn i huga mjög einbeitts læknis sem var alltaf að vinna þótt líkaminn væri ónýtur. 

HREYFINGIN Í LYKILSTÖÐU

Ég hef oft viðrað þá hugmynd mína að Hreyfingunni hefði átt að vera boðið í hópinn þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð.  Það virkaði alltaf svolítið þvermóðskulegt á mig þegar Steingrímur og Jóhanna ætluðu bara „að taka þetta“.  Það hefði verið betra að hafa með sér Hreyfinguna sem var sannarlega birtingarmynd um ákall til einhverskonar breytinga.

DJÖFULSINS SNILLINGAR – 6. HLUTI- MÍN KYNSLÓÐ

Þegar ég er að alast upp í vesturbænum á níundaáratug síðustu aldar, var andrúmsloftið mjög pólitískt eins og allir vita sem lifðu þessa tíma.  Ekki pólitískt eins og núna þegar allir eru að rífast, heldur yfirþyrmandi pólitískt.  Pólitíkin lá yfir öllu og var allstaðar.  Ég vissi t.d að skólastjórinn minn hafði verið valin af Sjálfstæðisflokknum.  -Eða var það Framsókn?  Ég er ekki alveg viss.

Site Footer