SNORRI ÓSKARSSON

Það hefur verð mjög upplýsandi að fylgjast með umræðu í kringum Snorra Óskarsson kennara vegna skrifa hans á bloggið sem hann heldur úti. Viðbrögðin við skrifum Snorra voru ofsafengin og í kjölfarið var hann tekinn á teppið í skólanum þar sem hann vinnur. Snorri óttast uppsögn úr starfi vegna þessa máls.

SKILABOÐ: HINGAÐ OG EKKI LENGRA

Eins og á Íslandi þá eru nokkrir bankar sem eru ráðandi á markaðinum hér í Svíþjóð. Nýjustu tölur yfir gróða eru yfirgengilegar. Alveg eins og á Íslandi. Ofurlaun bankatoppana er mál sem hinn venjulegi „Svenson“ hatar eins og pestina.

LUKKUDÝRIÐ DAVÍÐ ODDSSON

Kona sem ég þekki fór með vinkonum sínum á þekktan bar hér í Gautaborg. Geysiflottur staður efst uppi í Gothia Tower. Merki staðarins vakti almenna lukku í hópnum enda ljóst að Davíð Oddson var lukkudýr þessa ágæta veitingahúss og allskonar hlutir voru merktir ásjónu efnahagsmeistarans.

Xanadu

Í gær sá ég bíómyndina Xanadu með Oliviu Newton-John. Það er skemmst frá því að segja að ég hef ekki séð súrari mynd á ævinni. Samt er tiltölulega stutt síðan ég sá Pink Flamengos eftir John Waters. Það er súr mynd en nær ekki með tærnar þar sem Xanadu er með hælana.

FLEIRI KELLINGAR

Ég er fæddur undir þeirri óhellastjörnu að hafa veiklleika fyrir kitch-i hverskonar. Ég safna frekar ósmekklegum eftirprentunum á stigagangalist ef svo má að orði komast. Ég á orðið gott safn og ætla að sýna það þegar ég flyt aftur til Íslands. Ég hef áður bloggað um þetta sérkennilega safn mitt en ekki er hægt að segja að vegsemd mín hafi aukist nokkuð við það.

Site Footer