BRUNARÚSTIRNAR INNRA

Viðbrögðin við úrskurði Landsdóms koma í sjálfu sér ekki á óvart.  Flokkurinn bítur frá sér.  Það sem er óvenjulegt í þessu samhengi er að ekkert er að bíta í sem tönn á festir.  Ótrúverðugt er að kenna dómurunum um eins og Geir gerði í ræðu sinn eftir úrskurðinn.  Hann sjálfur valdi flesta dómarana eða vinir hans úr Sjálfstæðinu.  Sama gildir um önnur rök.

VERÐA SKAPARBARMA-AÐGERÐIR BANNAÐAR?

Hér í Svíþjóð er töluvert um flóttafólk og innflytjendur frá NorðurAfríku.  Án þess að fullyrða neitt um það þá held ég að innflytjendur hér í Svíþjóð séu flestir frá hinum Norðurlöndunum (Íslendingar eru að mér skilst 8000 talsins), svo kemur hópur fólks flúði hingað til lands þegar Júgóslavía liðaðist í sundur.  Þá held ég að Sómalar komi næst. Sá hópur er meðst frábrugðin í útliti og framkomu eins og gefur að skilja.  Maður sér ekkert Finna eða Íslending eða jafnvel Bosníubúa.  En Sómala þekkir maður eins

Lesa meira

ENDURVINNSLAN – VONT KERFI VERÐUR VERRA

Ég er mikill áhugamaður um rusl og endurvinnslu.  Í borginni minni, Gautaborg, eru sorpmál öðruvísi en á Íslandi. Þar hefst flokkun sorps á heimilum fólks.  Ruslatunnan er eiginlega bara notuð fyrir matarafganga og eitthvað tilfallandi. Pappír, gler, litað gler, plast og járn eru flokkað og hent í þar til gerða gáma sem eru út um allt. Fyrir stærri hluti sem þarf að henda er farið í „sorpu“. Þær stöðvar eru færri en miklu stærri. 

TIL FYRIRMYNDAR

Það var gaman að lesa DV í gær.  Þar var m.a afar skýr og fræðandi grein um stöðu óafgreiddra mála frá Alþingi.  Greinin var stutt en grafíkin fékk þeim mun meira pláss.  Virkilega flott og gagnlegt fyrir lesendur.  

HANNESI SVARAÐ

Ég skrifaði gær hugleiðingu um þversögnina sem felst í því að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave-málinu en berjast á móti þjóðaratkvæðagreiðslu í ESB-málinu.  Gamlir stjórnmálamenn á borð við , Björn Bjarnason, Styrmi Gunnarsson, Davíð Oddson, Einar K. Guðfinnson, Guðna Ágústsson, Sturla Böðvarsson og Halldór Blöndal hafa bundist tryggðarböndum og gera allt til þess að tryggja að þjóðin fái ekki að skera úr um þetta mál.  Þetta þykir mér furðulegt og bætti við að ferill þessara stórmenna væri ekkert sérstaklega glæsilegur og enginn óbrjálaður myndi þiggja heilræði frá þessum glæstu fulltrúum fortíðarinnar. Þetta

Lesa meira

SVIÐIN JÖRÐ

Það er alveg stórfurðulegt að bera saman hvernig ESB umræðan er á Íslandi og hér í Svíþjóð. Hérna er litið á aðildina að ESB sem eitthvað sem er gott fyrir hinn máttuga sænska iðnað og eitthvað sem stuðlar að skilningi þjóða í milli og mikilvægan samstarfsvettvang fyrir hitt og þetta.

BJÖRN BJARNASON OG „HEIÐARLEGU SKOÐANASKIPTIN“

Björn Bjarnason ritaði á föstudaginn síðasta, alveg sérdeilis afhjúpandi dagbókarfærslu. Hann skammast í mér og „DV-feðgum“ fyrir að skrifa um styrk sem hann fékk frá Alþingi. Styrkurinn nam 4.5 miljónum og var veittur til félagsins „Evrópuvaktin“ sem Björn rekur í félagi við Styrmi Gunnarsson. Afskiptasemi mín er auðvitað dónaskapur eins og gefur að skilja.  Ég fór í byrjun umræðunnar, rangt með upphæð styrksins. Ég taldi hann hafa numið 9 miljónum. Seinna fékk ég upplýsingar um að styrkurinn hefði verið 7

Lesa meira

Site Footer