GRÁA SVÆÐIÐ ER VETTVANGURINN

Það er fróðlegt að lesa heimasíðu Bankasýslu ríkisins.   Yfir heildina litið er þessi lesning samt frekar hrollvekjandi.  Það er hlekkur sem heitir „Ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum“ sem gæti hæglega flokkast í bókmenntafræðinni sem „thriller“.

„RÉTTI MAÐURINN“

Eins og lesendur hafa tekið eftir, hef ég verið að skoða ráðningu Páls Magnússonar sem forstjóra Bankasýslu ríkisins.  Ég tel svo augljóst að maðkur sé í mysunni að ég er búni að panta afrit af öllum fundum, fundargerðum, minnisblöðum og öllu opinberu efni sem var skrifað í ráðherra tíð Valgerðar Sverrisdóttur.  Ég var sannfærður um að þar muni leynast svarið við spurningunni hversvegna óhæfasti umsækjandinn var valinn í embætti forstjóra Bankasýslu ríkisins

PÁLL MAGNÚSSON ER VANHÆFUR

Ég las lögin um bankasýslu ríkisins áðan. Það var afar fróðlegt og ég hvet alla til þess sama.  Þetta apparat, bankasýsla ríkisins, er sett á laggirnar til að hafa umsjón með eignarhlut ríkisins í hinum nýreistu bönkum og sparisjóðum. Lögin eru tiltölulega skýr.

ÖGURSTUND ÓSÓMANS?

Ég verð að játa að ég fékk hálfgert áfall þegar ég sá í fréttunum að það var búið að skipta Pál Magnússon forstjóra bankasýslu ríkisins.  Hann var valin úr hópi fjögurra einstaklinga sem allir hinir voru hæfari en hann.  Hann hafði minnstu menntunina og minnstu reynsluna, en hafði verið aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra sem stýrði einkavæðingu bankanna sælla minninga.  Sem sagt; klassískt dæmi um spillingu.  Eignilega klisjukennt.  Gaurinn með flokkskírteinið var valinn.

Site Footer