EF SVARIÐ VERÐUR NEI

Þó að Icesave-málinu hafi verið rætt fram og til baka er eitt atriði sem aldrei er rætt um.  Það eru hagsmunir íslendinga sem búsettir eru erlendis við námi, leik eða störf.  Það eru þúsundir Íslendinga sem búa erlendis einhvern hluta ævinnar til að mennta sig, vinna eða hvað sem er.

SPKEF OG ICESAVE – MERKILEGUR SAMANBURÐUR

Ef að nei-urum er alvara með prinsippið að „ekki borga skuldir óreiðumanna“,þá þurfa þau að útskýra eftirfarandi senaríó fyrir mér. Þegar Spkef er tekin yfrir af ríkinu var bankinn farinn á hausinn.  Allir peningar tapaðir líka peningarnir sem voru inn á bankabókum viðskiptavinanna.  Nú má alveg kalla þá sem ráku SPkef „óreiðumenn“ eða eitthvað.  Fjármagns-ævintýrin þeirra fóru út um þúfur.

OG JAFNFRAMT

Ég hef gaman að íslensku og er svo lánsamur að vinna við fagið.  Ég er svo mikið nörd að þegar ég les þýddar bækur, er ég alltaf með hugann við þýðinguna frekar en innihald sögunnar.  Í því samhengi vil ég vekja athygli á þýðingu Guðbergs Bergssonar á 100 ára einsemd, sem er svo snilldarleg að hún jafnast á við það besta sem skrifað hefur verið á íslensku.

ÁSKRIFENDUR MORGUNBLAÐSINS

Við skreytum okkur með allskonar prjáli sem aðgreinir okkur frá hvort öðru ellegar smalar okkur saman í hópa.  Fólk greinir sig í sundur eða saman með fatnaði.  Sumir ganga um í jakkafötum meðan aðrir spóka sig um í flís-galla. Klæðnaður fólks skipar okkur í félagslegar stíur.

IMAN AL-OBEIDI

Fréttirnar af því þegar konu var rænt fyrir framan nefið á alþjóðlegum blaðamönnum, fyrir þær sakir að greina frá nauðgunum sem hún varð að þola frá blóðhundum Kaddaffis, eru skelfilegar.  Skálkarnir voru ekkert að fela neitt og virtist standa slétt sama um fjöldann allan af blaða -og myndatökufólki sem reyndu sitt ýtrasta til að stöðva ósvinnuna. Fréttamanni NYT var vísað úr landinu vegna vasklegra framgöngu sinnar við að reyna að hindra dólgana.

Site Footer