STAÐAN ER SKÝR

Það fór sem fór.  Nei-arar unni ágætis sigur.  Auðvitað þýðir ekkert að svekkja sig á þessu.  Svekkelsi er lúxus sem ekki er í boði akkúrat núna.  Ég vona bara heitt og innilega að spár mínar og annarra rætist ekki.  Meira get ég varla sagt. Mig óar samt fyrir þeim klofningi sem þetta mál hefur valdið.  Ég hef aldrei upplifað svona víglínur áður og því miður held ég að þessi staða komi upp aftur. Ísland býr við stjórnsýslulega kreppu:  Forsetinn er valdamesti maður landsins og virðist

Lesa meira

1% HÆKKUN

1% hækkun á vöxtum til Íslands kostar 30 miljarða. -Það er eitt Æseif

SKRÍMSLA-HER

Þegar jaðrarnir í íslenskum stjórnmálum sameina krafta sína þá er fátt sem getur stöðvað þau ósköp.  Ysta hægrið með peningana, tengslin og völdin. Og ysta vinstrið með púlsandi hjartslátt hinna undirokuðu og reiðina kraumandi undir niðri, hnefana kreppta og öskrandi einhverja vitleysu. Saman mynda þessi teymi óstöðvandi skrýmsla-her sem þyrlar upp moðreyk og gengur fyrir skrumi. -Nú er að verjast.

ÍSLAND: „ON“ EÐA „OFF“

Á morgun eru mikilvægustu kosningar sem ég og mín kynslóð munu taka þátt í.  Því miður þá munu þær snúast um allt aðra hluti en spurt er um á kjörseðlinum. Þær snúast fyrst og fremst um afstöðuna til Ríkisstjórnarinnar.  Afstöðunar til mögulegar inngöngu um ESB.  Afstöðunnar til ýmissa ókláraðra dómsmála.  Afstöðunnar til bensínverðs.  Afstöðunnar til Davíðs Oddsonar.  Afstöðunnar til hins alþjóðlega fjármálakerfis, o.s.fr. Að litlu leyti snúast þessar kosningar um hvort samningar skulu virtir. Til að ryfja upp málið þá er þetta ástæða kosningarinnar á

Lesa meira

..STUTTA ÚTGÁFAN

Icesave-kosningarnar snúast ekki um „skuldir óreiðumanna“ eða „hótanir nýlenduvelda“ eins og oft er haldið fram.  Ekki einu sinni barnaþrælkun Þetta er ástæða málsins. Ísland skrifar undir EES samninginn.  Hann færði okkur allskonar góða hluti en til að virja samninginn þurfti Ísland að taka upp allskonar reglur. Ein af þessum reglum var að íslenska ríkið ábyrgðist 20.000 evrur á hvern reikning í íslenskum bönkum ef svo ólíklega vildi til að íslenskur banki færi á hausinn. — — —- ………Íslenskur banki fer á hausinn. — — —- —– Hvað

Lesa meira

ALDREI TALAÐ UM ÞETTA

Þó að Icesave-málinu hafi verið rætt fram og til baka er eitt atriði sem aldrei er rætt um.  Það eru hagsmunir íslendinga sem búsettir eru erlendis við námi, leik eða störf.  Það eru þúsundir Íslendinga sem búa erlendis einhvern hluta ævinnar til að mennta sig, vinna eða hvað sem er. Flestir snúa aftur heim í Íslands því þar viljum við vera og beinin okkar bera. Vinafólk okkar hér í Gautaborg hyggur á heimflutning í haust.  Þau hafa nýlokið námi og ekkert í stöðunni annað en að

Lesa meira

SÆTTUMST UM SÁTT

Því á rödd hófseminnar svo erfitt uppdráttar á Íslandi?  Hversvegna geta slagorð er höfða til þjóðerniskenndar eða blindrar réttlætiskröfu endalaust náð hjörtum landans. Enn á ný eru það þessi öfl sem ráða ferðinni. Nú í uppgjöri Icesave, þar sem stór hluti landsmanna ætlar að segja NEI NEI… eða þá STÓRT NEI. Ekki dugar bara að segja nei við spurningunni á kjörseðlinum, því í leiðinni á að senda á sterk skilaboð til umheimsins: Við látum ykkur ekki buga okkur. Hvaðan kemur þessi reiði og ofstopi, í hvaða ham

Lesa meira

NO-BRAINER

Það er sorglegt hvernig þetta Icesave-mál hefur þróast.  Í byrjun fannst mér reyndar alveg ljóst að skotgrafirnar voru tilbúnar og fólk henti sér ofan í þær eftir því sem því leið innanbrjósts.  Ég sagði það í upphafi þessarar baráttu þetta væru mikilvægustu kosningar sem ég og mín kynslóð myndum taka þátt í og að kosninginn myndi ekki snúast um samninginn sjálfan. -Heldur eitthvað allt annað. Mér sýnist á öllu að ég hafi hitt naglann á höfuðið.  Reyndar sé ég bara netið, enda búsettur í Svíþjóð, en

Lesa meira

BESTA ICESAVE GREININGIN

Icesave í hnotskurn Eftir Soffíu Sigurðardóttur Hér er stutta útgáfan af Icesave-málinu: * Íslenski innlánstryggingasjóðurinn ber ábyrgð á lágmarksinnistæðutryggingu á Icesave-reikningum Landsbankans. Um það er ekki deilt og heldur ekki um upphæð lágmarkstryggingarinnar. * Sjóðurinn átti ekki til fé til að standa við greiðslu tryggingafjárins. *Innlánstryggingasjóðir Breta og Hollendinga ábyrgðust hærri upphæð en lágmarkstrygginguna, þ.e. viðbótarfjárhæð. Það breytir engu um ábyrgð íslenska sjóðsins á lágmarkstryggingunni. * Innlánstryggingasjóðir Breta og Hollendinga greiddu innistæðueigendum út alla trygginguna, líka íslenska hlutinn af því íslenski sjóðurinn gat það ekki. *Innlánstryggingasjóðir

Lesa meira

STÓRGÓÐ GREIN

Greinin hefst á þessum orðum „Á laugardaginn verður kosið um það hvort Icesave lögin skuli halda gildi sínu. Langflestir sem ætla sér að greiða atkvæði vilja taka afstöðu í málinu byggða á réttum upplýsingum um afleiðingar kosningaúrslitanna en ekki óskhyggju eða áróðurskenndum upphrópunum.“ Hverju orði sannara. Kjósum með heilanum. Kjósum þetta mál út af borðinu. Lokum þessu. Kjósum já.

Site Footer