„ÉG GERÐI ÖLL MÁL TORGRYGGILEG“

Styrkur Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf verið samstaðan.  Ég man bara eftir einum klofningi úr Sjálfstæðisflokknum þegar Borgaraflokkurinn var stofnaður.  Sjálfstæðismenn hafa skilið mátt samstöðunnar og hafa leyst deilur sín í milli, eða jafnvel búið við þær um langa hríð, án þess að kvarnist upp úr samstöðunni.  Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði meir að segja ekki þegar Gunnar Thoroddsen, sneri á Engeyinga og gerðist forsætisráðherra.

STAÐUR OG REYND

Hafi einhver áhuga á staðreyndum málsins um nýju upplýsingalögin skal viðkomandi bent á eftirfarandi glósu á fésbókarsíðu Hrannars Björns Arnarssonar.  Hafi hinsvegar fólk meiri ánægu af upphrópunum, gífuryrðum, rifrildum, meinsæringum eða vænissjúkum öskrum út í loftið, er þeim hinum sömu bent á að hætt að lesa.

VIRÐING VIGDÍSAR

Vigdís Hauksdóttir skrifar einhverja makalausustu grein sem ég hef lesið í háa herrans tíð.  Ég minnist þess a,m.k ekki að hafa séð svona skrif frá þingmanni áður.  Vigdísi er „laus penninn“ eins og sagt er og ég benti þá hér á blogginu mínu þegar hún breiddi óhróður um nafngreint fólk sem hún taldi tengjast Samfylkingunni sjá: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 Nú hefur Vigdís sem sagt skrifað pistil sem er svo makalaus og yfirgengilegur að mig bara setti hljóðan um stund.  Settist niður

Lesa meira

JESS !!

Ásmundur Einar Daðason gladdist í gær enda náði hann að fullgera pólitískan metnað sinn.  Hann mun hafa hrint upp hurðinni á Vínbarnum við Kirkjustræti, brosað eins og þegar ferðalangur kemur heim til sín eftir hrakningar.  Innilegur feginleiki í blandi við takmarkalausa gleði þess að vera til.  Enda ekki á hverju degi sem að stjórnmálamaður nær öllum sínum markmiðum. Ásmundur Einar er komin í stjórnarandstöðu !! Núna loksins er hægt að öskra á hliðarlínunni meðan „hinir“ stjórna.  Núna er loksins hægt

Lesa meira

SPURNING TIL LESENDA

Hvað ætli verði fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins ef að hann kæmist í ríkisstjórn í haust (eins og vilta vinstrið kallar eftir) Ég veit reyndar svarið upp á hár en gaman væri að fá þennan óyggjandi grun minn staðfestan. -Feuer frei !!

FLOKKURINN R A S S S K E L L T U R – – SILFURREFURINN ER ALVEG MEÐ ÞETTA

Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í umræðu um vantrauststillögu Sjálfstæðisflokksins 13. apríl 2011.   Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstvirtum þingmanni, Bjarna Benediktssyni fyrir að leggja fram þessa þingsályktunartillögu og efna þannig til umræðu um störfVríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar- Græns framboðs. Fyrstu meirihlutastjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks á Íslandi. Fyrstu ríkisstjórnina sem ekki er bundin á klafa sérhagsmuna í atvinnulífi og forréttindastétta. Það þarf engan að undra að það gusti um slíka ríkisstjórn, ekki síst þegar haft er í huga að verkefni hennar í efnahagslegri- og félagslegri endurreisn

Lesa meira

Site Footer