Á ANNAN VEG

Þótt að Gautaborg sé helvíti fín bíólega séð, þá vildi ég helst vera á Íslandi í byrjun september. Þá verður frumsýnd ferlega áhugaverð mynd sem mig drullulangar að sjá. Myndin heitir Á annan veg og fjallar um tvo gaura í ömurlegri vinnu við að mála strik á einhvern veg. Myndin gerist á í kringum 1980 og fjallar um tíma þegar aðferðir við vegavinnu voru mjög frumstæðar, svo frumstæðar að menn handmáluðu línurnar á vegina. Tækið sem menn notuðust við er

Lesa meira

LJÓTUR STÓLL

Ég fer stundum á flóamarkaði.  Það er eitthvað furðulega seiðandi við þá.  Ég dett inn í algert nostalgíu-kast þegar ég gramsa mig í gegnum svona markaði.  Stundum kaupi ég eitthvað og geri held ég bara góð kaup.

PÖNNUPRÓFIÐ MIKLA

Ég fylgist töluvert með neytendamálum enda er ég kapítalisti.  Ég lít svo á að upplýstur neytandi sé einn mikilvægasti þátturinn í sæmilegu samfélagi.  Ég er mikill talsmaður þess að neytendur sýni samstöðu því saman vinnast sigrarnir.  Ég er áskrifandi af neytendablaði hér í Svíþjóð.

TÓNNINN HVASS OG BLIKIÐ FAST

Vinnan mín byrjar á morgun.  Frábæru fríi er lokið.  Héðan í frá mun ég blogga minna eins og gefur að skilja.  Nú tekur við spennandi vetur þar sem vörnin mín í „Gunnlaugsmálinu“ mun verða smíðuð, þétt og sjósett einhvern tíman um áramótin.  Ég á von á því að dæmt verði í málinu í byrjun næsta árs.  Það er  mikið að gera í dómstólum landsins og mér líður eiginlega eins og boðflennu með þetta mál mitt.

BALLIÐ ER BYRJAÐ

Fyrsti reikningurinn vegna kæru Gunnlaugs M. Sigmundssonar beið mín þegar ég kom heim úr fríinu á þriðjudaginn var.  Hann var nokkuð hár.  Hljómaði upp á 197.662. krónur.  Lögfræðingurinn minn heitir Sigríður Rut Júlíusdóttir og vinnur á stofu sem heitir Réttur.  Hún hefur verið með mér frá upphafi þessa máls ,allt frá því þegar mér barst fyrsta hótunin frá Gunnlaugi, hafði ég samband við hana.  Við erum nefnilega vinir á Facebook þótt við þekkjumst ekki neitt fyrir utan það.

KLIPPING Í KOLAPORTINU

Í Gautaborg eru nokkuð margir markaðir. Sá þekktasti er rétt hjá mér og heitir Kvibergsmarknaden. Markaðurinn er í risastóru hesthúsi sem herinn hafði eitt sinn til afnota. Húsnæðið samanstendur af þremur samsíða húsum með þokkalegu plássi í milli. Sölubásar eru út um allt og jafnvel á milli húsanna eins og sjá má.

Site Footer