HÆTTUR AÐ BLOGGA

Í gær gerðust þau stórmerki að inn í raftækjaflóru heimilisins, bættist svo kallaður „internet-sími“.  Hann er þeirrar náttúru að kostar oss ekkert að hringja til Íslands, eða bara hvert sem er í heiminum.  Ég hef því ákveðið að hætta að blogga og hringja bara í ykkur í staðinn.

ÓGEÐSVEFURINN AMX OG H.H. GISS

Ógeðsvefurinn AMX skrifaði um mig heila grein í gærkveldi.  Ástæðan var þetta blogg, þar sem ég fer aðeins yfir samskipti mín og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

SKIPTUM UM ÞJÓÐSÖNG

Eins og flestum er vonandi ljóst, þá lifum við á miklum umbrotatímum.  Afraksturinn frá lýðveldisstofnun er frekar slappur.  Bitrar og sárar minningar earu tengdar við gamlar „stofnanir“ samfélagsins.  SÍS vekur upp vondar minningar og ugg í brjósti.  Sama má segja um Stjórnmálaflokkana.  Mest Framsókn en Sjálfstæðið fylgir fast á eftir.  Sú kjördæmaskipan sem við búum við vekur stöðugt upp vondar tilfinningar enda eru gilda atkvæði misumandi mikið, eftir því hvar á landinu þau eru greidd.  Fleira mætti telja upp svo sem landlæga spillingu varðandi mannaráðningar

Lesa meira

AÐ SKRIFA UNDIR DULNEFNI

Nú hefur Egill Helgason greinilega fengið nóg og greint frá þeirri augljósu staðreynd að prófessorinn Hannes Gissurarson ræðst á samkennara sína og annað fólk undir dulnefni Skafta Harðarsonar og ógeðs-vefjarins AMX. Ég hef bent á þetta áður, hér, hér og hér.

HVERS Á ÉG AÐ GJALDA?

Hafið þið lent í því að „sóna-út“? (e: zone-out).  það er fyrirbæri sem lýsir sér í því að allar hugsanir manns sogast inn í lítið svarthol í heilanum.  Maður stendur eftir hálf opinmynntur tómur í augum.  Ég man eftir konu sem bjó á Blómvallagötu sem sónaði reglulega út.  Hún stóð stjörf út í garðinum hjá sér ogfuglar gerðu sér að leik að hvíla sig á höfði hennar og öxlum. Sem betur fer þá af-sónast maður tiltölulega fljótt.  Bílflaut eða skellur í öskutunnuloki hendir manni úr

Lesa meira

KIRKJA OG SKÓLI

Nú er allt að verða vitlaust út af því að það á að fara að úthýsa trúfélögum út skólum í Reykjavík.  Nú er vælt og allskonar furðulegheit koma upp á yfirborðið.  Mest ber á „meirihlutagoðsögninni“ svokölluðu, en hún gengur út á að flestir séu í kristnu trúfélagi, þannig að presta-heimsóknir eða trúboð séu í góðu lagi.Við þessu er alltaf sama svarið.

VINNA HINIR „VONDU“ ALLTAF?

Finnur Ingólfs með metgróða.  Halldór Ásgrims fær afskrifað fær að því er virðist klapp á bakið frá „Banka allra landsmanna“ (sem er að sönnu í eigu ríkisins).  Skúffufyrirtækið Magma, er hrokkið í gang, nú með „kúlulána-Runólf“ sem PR-mann.  Iðnaðarráðherra trommar upp nýju álveri fyrir norðan.  Mannaráðningaspillingin grasserar eins og venjulega.

PERSÓNUR OG LEIKENDUR

þetta blogg mitt er og hefur alltaf verið blogg, sem á ensku útleggst, web-log = blogg.  Einskonar dagbók á netinu.  Vissulega geri ég mér grein fyrir því að þessar hugleiðingar mínar eru opnar öllum og það setur klárlega skorður við það sem ég skrifa.Þegar ég byrjaði að blogga, þá hafði ég þá reglu að kalla fólk ekki ónefnum og reyndi mitt ýtrasta til þess að sneyða hjá því með allskonar stílbrögðum.  Þetta er aðferð sem er svolítið óheiðarleg.  Hver er eiginlega munurinn á því að

Lesa meira

Site Footer