LJÓÐRÆNASTA LJÓSMYND HRUNSINS

Það eru til margar ótrúlegar ljósmyndir úr hræringatímanum eftir hrunið.  Mynd af Davíð Oddsyni undir einhverju mótmælaspjaldi, þar sem Sjálfstæðisflokknum er likt við ránfugl.  Gaurinn með „helvítis fokkíng fokk“ spjaldið.  Útbíaðir lögreglumenn í varðstöðu fyrir framan Alþingishúsið..  Ótrúlegar myndir sem grípa andartakið og stemninguna.

BJALLAÐ Í HALLDÓR ÁSGRÍMSSON

Hvað ætli Halldór Ásgrímsson sé með í laun í snobb-vinnunni sinni fyrir Norrænu forætisráðherranefndina?  Tómas nokkur Sigurbjörnsson benti á að forsætisráðherra Danmerkur væri með 1.3 miljónir DKR í laun á ári.  Halldór er varla með hærri laun en hann.

RÉTT HJÁ JÓNASI

Uppáhaldsbloggarinn minn, Jónas Kristjánsson, keng-neglir þetta í síðustu færslu sinni.  Hann krefst rannsóknar á undanfara hins alræmda stuðnings Íslands við stríðið í Írak.  Hann krefst þess ennfremur að stjórnmálamenn hætti að tala í dylgjum um þessi mál.

BLEIKI POSTULÍNSHUNDURINN FRÁ PORTÚGAL

Ég hef engan sérstakan áhuga á húsgagna-drasli.  Engan áhuga á stólum eða hnífaparasettum.  Mér er slétta sama hvaðan pottaleppar heimilisins koma og ég hef ekki hugmynd um tegundina á sófanum sem ég ligg í á kvöldin er.  Fyrir mér er þetta bara „sófinn“ og stóll er bara stóll í mínum ófágaða huga.Hjá fólki með smekk, er stóll ekki stóll, heldur „maurinn“ eða „jeppesen„.

AÐ VERA KALL

Ég skilgreini sjálfan mig sem jafnréttissinna eins og flestir kallar.  Ég geng nú aðeins lengra en það, og fullyrði alveg óragur að ég sé feministi.  Ég er þar með sagt ekkert endilega sammála þessu feminista félagi á Íslandi sem telur sig hafa höndlað sanneikann og allt það.  Hafandi lesið töluvert um feminisma, þá held ég að sá feminismi sem er hvað mest áberandi á Íslandi, er viss harðkjarnategund feminisma. Tegund sem er ekkert sérstaklega áhrifamikil í Evrópu og Ameríku.

Site Footer