UMBOÐSMAÐUR MÍN SJÁLFS

Íslendingar stæra sig oft að því að vera „náttúrufólk“ eða þvíumlíkt. Margir telja að náttúruöflin á Íslandi séu eitthvað sérstök og að veður á Íslandi séu verri en annarsstaðar. Þetta er að sjálfsögðu bull og vitleysa.  Eina sem er sérstakt við íslenska veðráttu er að sjaldan er logn á Íslandi og það rignir meira en annarsstaðar.Samt telja Íslendingar sig þurfa jeppa til þess að komast milli húsa á þéttbýlisstöðum.  Fyrir nokkrum árum var keyptur jeppi fyrir seðlabankastjóra.  Sá keyrði í 10 mínútum frá Skerjafirði niður á Kalkofnsveg.  Afsökunin

Lesa meira

UMBOÐSMAÐUR HUNDSINS

Ég hef efasemdir um gagnsemi allskonar fyrirbæra sem eiga að vera svo frábær.  Ágætisdæmi um það sem ég á við eru allir þessir „umboðsmenn“ eitthvað sem alltaf eru að skjóta upp kollinum.  Ég held að allir þessir umboðsmenn geri ekkert gagn.  Mér er til efs að samfélagið sé eitthvað betur sett með „umboðsmann neytanda“ skipaðan af Framsóknarflokknum.

VILLIGÖTUR

Það er aldrei gott þegar verður rof milli veruleikans og hugmynda fólks um veruleikann.  Til að skýra þetta á einfaldan hátt, er svolítið sérkennlilegt að sjá einhvern fara í skíðagallann sinn og arka út í sumarið með skíðin á öxlunum, reiðubúin að takast á við brekkurnar.  Þetta er dæmi um rof.

HALLDÓR ÁSGRÍMSSON LAUG

Merkilegasta frétt síðast liðinnar viku eru afhjúpanir á leyniskjölum frá Íslandi í kringum stuðninginn við Íraksstríðið. Þar kemur algerlega í ljós að stuðingurinn var ekki af siðferðislegum toga, eins og haldið var fram, heldur var hann notaður sem skiptimynt til þess að reyna að fá Bandaríkjamenn til þess að hætta við að leggja niður herstöðina í Keflavík.

MEIRA ÚR LEYNNISKJÖLUM

Leyniskjölin frá Utanríkisráðuneytinu frá tíma Halldórs og Daviðs eru ótrúleg og jafn ótrúlegt hve lítið er fjallað um þau í fjölmiðlum á Íslandi.  Þetta eru risabombur sem virðast því miður falla í skuggan af játningabók Jónínu Ben,  „Krossinn og Stólpípan“.

Site Footer