NOSTALGÍUKAST

Eftir allan þennan snjó og allt þetta frost er ég komin í nostalgíukast. Þetta minnir mig svo á tímann þegar ég var krakki í Breiðholtinu. Ég man að það vetrarnir (veturnir?) voru snjóþungir og maður var alltaf úti að hendast eitthvað. Ég man eftir því að þegar maður var blautur og í ullarvetlingum þá rauk úr höndunum á manni þegar maður kom loksins inn.

HEY…… EIGUM VIÐ EKKI AÐ HÆTTA ÞESSU?

Ég held að ég hafi tekið alla mögulega málstaði í Icesavemálinu. -Svei mér þá. Þetta er svo erfitt mál að ég held að verra mál fyrir þjóð að ákveða er útilokað. Það eru svo margar breytur í því að ég held að hvernig sem fer, þá fer þetta mál einhvernvegin hroðalega. Því miður varð þetta mál strax pólitískt og hagsmunir flokkanna voru strax teknir fram fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Skrumið hleypur fram eins og fúllt jökulhlaup. Veikir stjórnmálaleiðtogar nota þetta mál

Lesa meira

ÁFRAM HJÁLMAR

Nú er komið að því að kjósa til sveitarstjórnakosninga. Það er alltaf spennandi að fylgjast með og spá í spilin. Ég styð Samfylkinguna í þetta skiptið, ekki bara vegna þess að ég er skráður í þennan flokk (stuðningur í við Jóhönnu í prófkjöri fyrir mörgum árum. JS er í fjölskyldu konunnar minnar. -Klassískt Ísland…) heldur líka vegna þess að hinir flokkarnir eru ónýtir. Slembiúrtak væri betra en t.d mannval Sjálfsstæðisflokksins. -Mikið betra. Ég hvet fólk að velja á sína lista

Lesa meira

BRÚÐUBÍLLINN KEMUR Í HEIMSÓKN

Ég eins og sennilega flestir Íslendingar hef fylgst með fléttunni eftir forsetaneitunina í gær. Mér þykir ljóst að staðan hefur breytst verulega og ég, og sennilega enginn, veit hvar þessi ferð endar. það eru nokkur atriði sem standa uppúr í þessu öllu saman. Fyrst að því veigaminnsta og um leið því fyrirferðarmesta. Það eru hinar reglubundnu og kjánalegu spekúlasjónir að ríkisstjórnin hafi klúðrað einhverju PR-mómenti þegar Ólafur Ragnar vító-aði Icesave2. Allskonar sprelligosar þyrptust fram eins og leikskólakrakkar þegar Brúðubíllinn kemur

Lesa meira

VESÆL SÓL OG FRÁBÆRT SKAUP

Ég sá skaupið í tölvunni minni ásamt Ingunni rétt eftir klukkan 2 á sænskum tíma. þá hafa landar okkar sennilega að vera svona hálfnaðir við að sprengja. Svíar eru miklu hófsamari í sprengingunum, þótt hér sé töluvert úrval af flugendum og þvíumlíku. það er sprengt frá miðnætti til svona korter yfir miðnætti. Þá dettur yfir dúnalogn og þrestirnir skjótast upp í loftið, yfir sig hissa á látunum.

REALITY CHECK 101

Því miður þá fór það svo að Icesavemálið varð strax pólítískt. Þetta risa mál sem kemur í rauninni stjórnmálum ekkert við, og á að snúast um hvað sé best í stöðunni, snérist eiginlega strax um eitthvað annað. Eitthvað annað en það sem var best í stöðunni. Það fór í rauninni að snúast um skrattann á veggnum. Stjórnarandstaðan, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn notaði Icesavemálið strax sem smoke screen til þess að beina sjónum þjóðarinnar frá Hruninu og afleiðingunni af stefnu Sjálfstæðisflokksins s.l. 18

Lesa meira

Site Footer