JÓN BALDVIN

Ég vinn með alveg frábærum náunga sem hefur verið búsettur í Gautaborg í 18 ár. Hann fylgist lítið með fréttum frá Íslandi nema í algeru framhjáhlaupi. Um daginn barst búsáhaldabyltingin í tal og mögulega endurkomu Jóns Baldvins í stjórnmálin.

JÓN ÁSGEIR Í ÖÐRU LJÓSI

Það sagði mér maður sem starfar í fjármálaheiminum að Jón Ásgeir hafi fengið svo mikla peninga að láni að það jafnast á við að hver einasti Kínverji hafi lánað honum þúsundkall. En kínverjar eru nú um stundir 1,330,000,000 (tölur frá miðju ári 2008)

EIMREIÐARSKÚBB?

Mér sýnist að Eimreiðin hafi skúbbað þessu. Ég reit 2 færslur um þennan þátt í sænska sjónvarpinu þann 3ja mars. Hér og hér.

Hrollvekjandi arfleið.

Hún er ekki fögur arfleiðin hans Oddsons. Hrun, glundroði, skammir frá eigin flokki (fólkið klikkaði – ekki stefnan), atvinnuleysi, þjóðarskuld sem á ekki sinn líka í veraldarsögunni, misskipting samfélagsins, Orlígarkar sem fara huldu höfði. og nú þetta. Þó að Davíð sjálfur sé lélegt skáld, þá er þessi framvinda í Davíðssögu Oddsonar dramatískari en Shakespeare gæti diktað upp.

Guðfræði- og trúarbragðadeild.

Hænuskref virðist hafa verið tekið einhverntíman á síðustu misserum. Guðfræðideild Háskóla Íslands heitir nú Guðfræði- og trúarbragðadeild. Þegar ég var í deildinni frá 2003 til 2005 þá hét deildin bara Guðfræðideild Háskóla Íslands. Mér þykir þetta til bóta.

Sjónvarp er ógeð.

Þið skuluð taka eftir því næst hvað er verið að sýna í sjónvarpinu. Vinsælustu sjónvarpsþættirnir fjalla bara um morð. Lögregluþættir um morðgátur og lögfræðingaþættir sem fjalla um eftirmál morða. Bíómyndir fjalla að miklu leiti um morð. -Þetta er ógeð. Ég sá vinsælan þátt í sjónvarpinu í gær (Criminal Minds) sem fjallaði um fjöldamorðingja sem endaði á að drepa fjölskylduna sína (2 börn og eiginkonu). Þetta er allt svona. Sadismi er orðin að hefðbundnu stefi í afþreyingu vesturlanda. -Morð, klám og

Lesa meira

Site Footer