Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð

Ég skrifaði grein á vantrú.is og hér er hún komin á Eimreiðina. Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun Nýjasta æðið í óhefðbundnum lækningum er svokölluð höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð. Meðferðin er fólgin í því að sjúklingurinn er látinn liggja á bekk meðan höfuðbeinasérfræðingurinn fer fimum höndum um höfuðbein og spjaldhrygg sjúklingsins. Lykilatriði er að beita ekki miklum þrýstingi heldur nota eins lítinn kraft og unnt er. Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð á að lækna allt frá lestrarörðugleikum til heila- og mænuskaða. Þar sem ég var nýbúinn

Lesa meira

Afstaðan til ESB.

Ég hef mikið velt því fyrir mér hversvegna sumir styðja inngöngu inn í ESB og sumir eru algerlega á móti því. Ég hef ekki heyrt nein alvöru* rök fyrir því að standa fyrir utan ESB en rök þeirra sem vilja inngöngu eru góð og sterk. Nú ætla ég að gefa mér það að andstæðingar ESB (á þingi) séu meðalsnotur og engir fábjánar. Þau hjóta því að sjá að við málstað þeirra blasa við veik rök. -En samt, ég endurtek: En

Lesa meira

Heimskur – Heimskari

Ekki veit ég hvorir eru heimskari. Ríkisstjórin með að banni við það að léttklætt fólk ellegar alsbert dansi fyrir framan þá sem það vilja sjá. Eða Stórnarandstaða Framsóknarflokks sem vill ekki fara út úr herbergi í Alþingishúsinu sem þeim var úthlutað einhverntíman á síðustu öld. Á meðan ríkir neyðarástand á Íslandi.

Þáttur um Ísland á SVT.

Menningarþátturinn Kobra var í sjónvarpinu í gær og umfjöllunarefnið stendur mér nærri. Ísland. Menning í eftirmála efnahagskrísu var eignilega þemað í þættinum og rætt var við fjölmarga listamenn. Mest þótti mér um verð orð Steinunnar Sigurðardóttur tískuhönnuðar. Hún sagði að Ísland eftir hrunið yrði 150% betra en Ísland fyrir hrunið. Ég tek undir hvert orð. Við vorum orðin kolvitlaus í fávitalegri efnishyggju. Endilega kíkið á þennan þátt. Hann er alveg frábær.

Læknaklám 7 kapítuli. Saga eftir Steinunni Ólinu Þorsteinsdóttur

Sjöundi kapítuli. Járngerður Brynja kvaddi aldraða embættismanninn með virktum. Hann var nú stálsleginn og virtist fær í flestan sjó. Hann þakkaði Járngerði Brynju góðgerðirnar og sagðist mundu sakna rúmbaðanna. Járngerður Brynja vissi sem var að skarð þess aldraða yrði erfitt að fylla. Svo nánar og innihaldsríkar höfðu samverustundir þeirra verið. Kvöldinu áður hafði lagst inn með óstöðvandi blæðandi magasár ungur stúdent. Þetta var magur piltur, ljós yfirlitum og með greindarlegan vangasvip. Hann var afskaplega mælskur og talaði eingöngu í bundnu

Lesa meira

Læknaklám. 6 kafli. Eftir Steinunni Ólínu

Sjötti kapítuli Guðbrandur læknir kyngdi fleytifullu vatnsglasi og heilsaði upp á næturvaktina. Hann hafði rokið í hendingskasti upp á spítala þar sem hann var á bakvakt þessa nóttina. Að vera á bakvakt var samt ekkert sumarleyfi í augum Guðbrands og því fylgdi að honum fannst jafn mikil ábyrgð og því að vera á spítalanum í eigin persónu. Þegar hann var á bakvakt klæddist hann ætíð hvíta sloppnum sínum svo að hann þyrfti ekki að eiga það á hættu að þurfa

Lesa meira

Krónan sem treystandi er á.

Sænska reiðhjólaversksmiðjan Kronan framleiðir klassísk reiðhjól. Hjólin eru afar einföld að gerð og hönnunin er eldgömul og hefur staðist tímans tönn. Ekkert 10 gíra-gums. Bara einfald og gott hjól. 3 gírar og til í 3 útgáfum. Karlahjól, kvenmanshjól og „unisex“. Reiðhjólið er smíðað eftir teikningum fyrir sænska herinn. Herhjólin voru ódrepandi og einhver sniðugur fékk þá hugmynd að endurvekja framleiðsluna. Mér þykja þessi hjól flott. Þau endast heilu kynslóðirnar. Auðvelt að gera við og viðhalda.

Óður Eiður.

Eiður Guðnason fyrrverandi sendiherra og flokksdindill krata er mikið á móti þeim þingmönnum sem ekki mættu til kirkju við setningu Alþingis í síðustu viku. Kallar þá auglýsingamenn og segir þá ekki virða trú annara þingmanna. þessi skoðun Eiðs er engin nýlunda og er í raun gömul tugga. Tuggan bragðast þannig að trúlausir eiga bara að þegja ellegar taka þátt í dýrkun á ríkiskirjuguðinum vegna þess að þetta er hefð. Það var reyndar líka hefð að konur máttu ekki verða prestar

Lesa meira

Melanie C berst við aukakílóin

Einhver ógeðslegasta frétt ársins hefur litið dagsins ljós. Frétt þess efnis að ung og fræg kona, Melanie Chrisholm, „berjist við aukakílóin“. Reyndar var tekið fram að hún eignaðist barn í febrúar, en samkvæmt fréttinni er virðist það ekki skipta neinu máli. Tónn fréttarinnar er sá að Melanie sé í vanda stödd því ótækt sé að vera of þung (hvað sem það nú þýðir). * -Ég þoli ekki svona fréttir. En svona fréttir eru samt gagnlegar. Þær eru ágætis barómet á

Lesa meira

Meira um Svíþjóð.

Við hjónin upplifðum smá kúltúrsjokk fyrstu mánuðina eftir komuna hingað. Við búum í svona raðhúsahverfi (byggt í kringum 60-talet), þokkalega stórt með botnlöngum, bílastæðum og röðum af hófsömum húsalengjum. Einn morguninn tókum við eftir að allir voru komnir á stjá í garðinum sínum. Fólk var að klippa tré, raka laufum og raða í sekki. Við hjónin sötruðum kaffið okkar og vissum ekkert hvað væri í gangi? Var einhver rökunardagur i dag? Var þetta einhver siður sem fór framhjá okkur? Hvað

Lesa meira

Site Footer