Kostulegur hræðslu-áróður

Það er beinlínis spélegt að lesa hræðslu-áróður brennuvarganna í Sjálfstæðisflokknum í undanfara ríkisstjónrar Samfylkingar og VG. „Varist vinstri slysin“ segja þeir ábúðarfullir en minnast ekkert á Davíðshrunið. Mesta efnahagsslys lýðveldisins. Það var sannarlega, ég endurtek, sannarlega hægri slys. Getur ríkisstjórn verið verri en sú sem innifelur Sjálfstæðismann? Lítið yfir akurinn kæru Sjálfstæðismenn og skoðið uppskeru 18 ára valdatíma ykkar! Þarf frekar vitna við? Eru þið gersamlega veruleikafirrt! -Eruð þið gersamlega veruleikafirrt! …….Eruð þið gersamlega veruleikafirrt?

Lög um kosningar

það er bráð-nauðsynlegt að nýja stórnin setji einhver lög um um auglýsingakostnað í kosningabaráttu. Jafnvel að banna auglýsingar nokkrum dögum fyrir kosningar eins og Frakkar gera. Nú er ég ekkert sérstaklega hræddur um að auglýsingaherferð stjórmálaflokka skili þeim eitthvað betri niðurstöðu í kosningum. Ég hef meiri trú á löndum mínum en það. Það eru fyrst og fremst sporin sem flokkarnir skilja eftir sig sem ákvarða um árangur í kosningum. En ég er hræddur við hinn gríðarlega kostnað sem flokkarnir taka

Lesa meira

Hversvegna slitnaði úr samstarfinu?

Gunnar Axel Axelson veltir fyrir sér spurningunni í ágætu bloggi. Ég las það yfir og það það þyrmdi yfir mig. Þetta er fín samantekt hjá Gunnari en sannleikann í málinu er hægt að súmmera í einn punkt í staðinn fyrir 9 – 10 punkta. Sjálfstæðismenn tóku flokkshagsmuni fram fyrir þjóðarhagsmuni. -Jafnvel á þessari ögurstundu!

Gunnar Páll formaður VR

Nú er ljóst að Gunnar Páll formaður VR heldur stöðu sinni sem áframhaldandi formaður félagsins. Ljóst er að ómögulegt er að fella hann í lýðræðislegum kosningum. -Kerfið er of spillt og samtryggingin of þétt. Ég hvet almenna félagsmenn að láta sig ekki vanta á almennum félagsfundi sem verður haldinn eftir nokkra daga. -Þar er eina tækifærið að fella bófann.

það versta er eftir.

Nú loks geta stjórnvöld geta sett sig í stellingar og gert upp Davíðshrunið. Sjálfstæðiflokkurinn hefur verið hrakinn frá völdum. Hreingerning í stjórnsýsluni hefst um leið og ný stjórn tekur við (sem ég geri ráð fyrir að veriði kölluð Jónína). Þegar því er lokið hefjast skítverkin fyrir alvöru. Það byrjar á einum steini, einni spýtu og einum brunnum Range Rover. Uppgjör Davíðshrunsins í bankakerfinu er eftir. Hvítþvottur Björns Bjarnasonar þarf að fara aftur í þvottavélina. Ég óttast að reiðin sem magnast

Lesa meira

Ráðherrum fækkar !!

Fyrst það er ekkert mál að fækka ráðherrum úr 12 í 7 þá er mér spurn. Hvað í andskotanum var þetta fólk eiginlega að gera? Greinilegt er að þetta hafi verið óþörf ráðuneyti. Það getur ekki verið neitt annað! Hvað ætli þetta rugl hafi kostað þjóðina? Hvar voru hagsmunir Íslendinga í þessum skollaleik? Voru þeir kannski settir skörinni lægra en hagsmunir flokkanna? Reyndar er þetta ekki nýlunda að ráðherrastólar hafa verið óþarfir. Ég man eftir því að einu sinni þá

Lesa meira

Besta ljósmynd í heimi.

Þessi mynd er beinlínis kostuleg. Hallgrímur Helgason og Sturla vörubílsstjóri að fá sér kaffi. Fyrir utan stendur byltingarvélin. Klikkið á myndina til að fá hana stærri. Myndin er fengin héðan. Vefritið Nei stendur sig í stykkinu. -Flott fólk.

…Ekki á Íslandi

Fréttir þess efnis að finnskur lögreglumaður verði kærður fyrir vanrækslu í starfi eru eðlilegar. Hann yfirheyrði brjálæðing sem sett hafði myndbönd á YouTube þar sem hann skaut eins og brjálæðingur á dósir og annað lauslegt. Brjálæðingurinn var yfirheyrður en sleppt og fékk að halda byssunni. Daginn eftir drap hann 9 manns og sjálfan sig í leiðinni. Þetta myndi ekki geta gerst á Íslandi. Lögreglumaðurinn væri umvafinn samúð og „skilningi“ og aðalatriði málsins gleymdust. -Hann klikkaði. Opinberir starfsmenn, þingmenn og ráðherrar

Lesa meira

…..Einn brunninn Range Rover

Það hefur verið spélegt að fylgjast með orðræðu Sjálfstæðismanna í kjölfar stjórnarslitanna. Þeir mæla einum rómi um að Samfylkingin sé í „tætlum“, að hún sé í raun margir flokkar og ekki hægt að vinna með slíku fólki. Samfylkingin er reyndar ekki í „tætlum“. Samfylkingin er stjórmálflokkur eins og stjórnmálaflokkar eiga að vera. Í Samfylkingunni má nefnilega ræða hlutina ólíkt því sem gerist í Sjálfstæðisflokknum. Það er styrkur Samfylkingarinnar að óánægja kemur fram en kraumar ekki undir niðri. Það er styrkur

Lesa meira

VR-fólk !! – – – – – Lesið þetta!!!

Töluverð spenna er komin í formannskosningar í VR. 4 sækjast eftir formannsembættinu. Þar á meðal sitjandi formaður Gunnar Páll Pálsson. Gunnar Páll Pálson núverandi formaður VR og frambjóðandi í næsta formannskjöri sat í stjórn Kaupþings og þáði 600 þúsund kall á mánuði fyrir vikið. Sem stjórnarmaður þar þá kom hann að ákvörðun um afskrifa allar skuldir lykilmanna Kaupþings rétt fyrir Davíðshrunið. Gunnar Páll Pálsson kom líka að því þegar Kaupþing topparnir beinlínis ryksuguðu bankann af lausafé þegar þeir sáu að

Lesa meira

Site Footer