Villandi upplýsingar Sigríðar Andersen

Nágranni minn af Ásvallagötunni, hún Sigríður Andersen, hefur nú birt greinargerð um fjármál sín og manns síns. Þetta er til fyrirmyndar. Auðvitað vona ég að aðrir þingmannskandítatar geri slíkt hið sama en á ekki vona á því að margir feti í fótspor Sigríðar. Margir þingmenn og ráðherrar eru miljónamæringar eða jafnvel miljarðamæringar og sumt þolir ekki dagsljósið eins og dæmin sanna. Vafasöm eignatengsl, skúffufyrirtæki, óeðlileg fyrirgreiðsla frá bönkunum osfr. Fordæmi Sigríðar er því til algerar fyrirmyndar. Hún hefur hreinan skjöld

Lesa meira

Áskorun til Dags B. Eggerssonar.

Ég skora á Dag B. Eggertson að bjóða sig fram í formann Samfylkingarinnar í komandi prófkjöri. Hann getur með því móti aukið traust flokksins til muna. Það er algerlega ótækt að gamla liðið sem svaf svo sannarlega á verðinum í aðdraganda Davíðshrunsins, potist í efstu sætin. Við Samfylkingarfólk þurfum nýja forystu. Dagur er prýðilegur kandítad að leiða Samfylkinguna af braut tortryggni, vandræðagangs og ósóma. Mér líst ferlega vel á öll ný andlit sem til forystunnar veljast. Dagur verður nú að

Lesa meira

Nýr seðlabankastjóri

Ríkisstjórnin ætti að leita út fyrir landssteinana þegar næsti seðlabankastjóri verður valinn. Okkur var lofað að útlendingar myndu sjá um rannsóknina á Davíðshruninu en það var auðvitað svikið. Nú er lag að efna það til hálfs að ráða besta mögululegu manneskjuna í embætti Seðlabankastjóra. Annars átti karl faðir minn frábæra tillögu að því hverjir ættu að rannsaka Davíðshrunið. Við eigum að fá „óvini“ okkar til þess. Þýska endurskoðandur. Danska endurskoðendur. Breska endurskoðendur. Hollenska endurskoðendur. Mynda tvö eða þrjú óháð teymi

Lesa meira

Norðmenn eru til fyrirmyndar

Ég sá þátt í sjónvarpinu í gær á SV1. Löng fréttaskýring um fiskeldi Norðmanna. Ýmislegt fróðlegt kom í ljós. T.d það að fóðrið sem laxinn étur er venjulega fiskimjöl og til að framleiða eitt tonn af laxi þarf 2 tonn af loðnu (eða öðrum mjöl-tegundum). Lífmassinn í sjónum minnkar s.s við hvern fisk sem framleiddur er í kerjum eða búrum. Það sem hreif mig svo við þennan þátt var sú staðeynd að fiskeldi er þriðja mikilvægasta atvinnugrein Noregs á eftir

Lesa meira

Útlendingar horfa ekki á Kastljósið.

Í frægri ræðu hjá viðskiptaráði rétt eftir hrunið, sagði Davíð Oddson glettnislega frá því að útilokað sé að tengja orð sín úr frægum Kastljósþætti við setningu hryðjuverkalaganna. Hann rökstuddi máls sitt þannig að „útlendingar horfa ekki á Kastljósið“ og uppskar óskaplegan hlátur. Nú hefur þetta komið í ljós: „My view is that there is complete failure of Icelanders to understand that alleged statements by David Oddsson on central bank deposits, which triggered a sovereign debt downgrade, placed the UK Government

Lesa meira

Hver lýgur? Davíð eða Ármann

Davíð Oddson heldur því fram að miljarðatugir hafi streymt frá Kaupingi til Íslands rétt fyrir Hrunið. Ármann Þorvaldsson Kaupþingsmaður heldur því fram að engir óeðlilegir frjármagnsflutingar hafi átt sér stað rétt fyrir hrunið. Nú er spurt. -Hver er að ljúga? Tiltölulega auðvelt ætti að vera að skera úr um þetta. Allar færslur eru til. Það verður að fá svör við þessari spuringu hvor sé að ljúga.

Davíð og samhengi hlutanna.

Ég mæli sterklega með bloggi Hallgríms Thorseinssonar um Kastjósþáttinn. þar er fjallar Hallgrímur um að Davíð sé pólitískur Seðlabankastjóri. Hann hefur alltaf verið í pólitík og allt sem hann segir og gerir er settur í pólítiskt ljós. Þessvegna er ekki tekið mark á honum þegar hann segist vara við yfirvofandi bankahruni. Þessvegna segir ríkisstjórnin hann vera dramatískan. Ekki nóg með að Davíð nýtur ekki trausts almennings, heldur nýtur hann ekki trausts ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks Geirs Haarde. -Það er einfaldlega ekki tekið

Lesa meira

Áfellisdómur um fyrri ríkisstjórn

Ef að Davíð sagði rétt frá í Kastljósþættinum mikla, að hann hafi varað ítrekað við yfirvofandi bankahruni, er það mikill áfellisdómur yfir ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. Þau gerðu nefnilega ekki neitt og skelltu skollaeyrum við öllum viðvörunum. Betur og betur kemur í ljós hversu skaðleg þessi ríkisstjórn var, ráðherrar hennar og já-bræður. Mér þykir liggja í augum uppi að allir ráðherrar úr þessar óheppilegu stjórn hætti í pólitík og snúi sér að einhverju öðru. Það ætti að vera

Lesa meira

Hip heppilega samband Baugs og Sjálfsstæðisflokksins

Óþolandi er að Baugur og Sjálfstæðisflokkurinn noti hvern annan til þess að afsaka sjálfa sig. Ef illa gengur hjá Baugi er það Sjálfstæðisflokknum að kenna Ef illa gengur hjá Sjálfstæðisflokknum, er það Baugi að kenna. Þetta heppilega samband þessara fjandvina hefur lamað alla þjóðfélagsumræðu og hindrað að Baugur og Sjálfstæðisflokkurinn standi reikningskil gerða sinna. Þetta minnir mig um margt á heimsmynd Orwells í 1984. En þar gekk kerfið út á stöðug stríð við andstæðinginn. Báðir þurftu á hinum að halda

Lesa meira

Ástrali kaupir Árvakur

Hvað í andskotaum á Ástralskur Miljarðamæringur með að kaupa fallít blaðaútgáfu á Íslandi. varla sér hann gróðavon í Mogganum. Augljóst er að Ástralinn er leppur þeirra sem telja sig getað stjórnað almenningsálitinu á Íslandi. Ég held að það virki ekki. Dagblöð eru tækni gærdagsins og munu sennilega aldrei ná sér á strik. Miðlun upplýsinga er komin á netið. Almenningur er heldur ekki svo skini skroppinn að láta plata sig með vaðli úr Sunnudagsbréfum og Staksteinum

Site Footer