Ég er óþverri.

Ég skrifaði blogg um daginn þar sem ég færði rök fyrir því að ég væri ömurlegur. Því miður er ég ekki bara ömurlegur, ég er líka óþverri. Ég gleðst jafn mikið yfir óförum Sjálfstæðisflokksins og ég gleðst yfir gengi flokksins sem ég kaus. -Þetta er óþverraskapur sem ég skammast mín fyrir. Reyndar er ég ekki einn um að burðast með óþverraháttinn því margir sem ég þekki eru óþverrar eins og ég. Einn mesti óþverri sem ég þekki snýr alltaf sigurtilfinningu

Lesa meira

Ömurlegur stjórnmálaflokkur

Magnús Þór Hafsteinsson fyrrverandi varaformaður Frjálslyndaflokksins bloggar um að úrslitin í kosningunum um helgina hafi verið „ömurleg“. Þetta er fullkomið ofmat hjá Magnúsi. Staðreyndin er sú að það er Frjálslyndiflokkurinn sem er „ömurlegur“. Eins-málefnisflokkur sem gat ekki einu sinni kynnt fyrir þjóðinni þetta eina helvítis málefni þrátt fyrir ríflegan árafjölda á Alþingi. Hefði Frjálslyndi flokkurinn bara haldið sig við „málefnið“ og sýnt fram á skaðsemi kvótakerfinsins með afgerandi hætti (í stað þess að flokksmenn eyddu tímanum i það að raða

Lesa meira

Systir Tortímandans

Jónas Kristjánsson kallar Davíð Oddson stundum „tortímandann“ með réttu. Önnur eins skemmdarverk á stjórnkerfinu og spjöllinn á orðspori Íslands eiga sér ekki fordæmi í Íslandssögunni. En Davíð á sér einskonar systur í skemmdarverkastarfsemi í liðinu sínu. Kolbrún Halldórsdóttir reytti fylgið af VG síðustu daga kosningabaráttunnar með ummælum sem verða lengi í minnum höfð. Í óskaplega viðkvæmu andrými bombar Kolbrún þvi inn í umræðuna að ekki skuli kannað hvort olía leynist á Drekasvæðnu og eyðileggur fyrir marga síðustu vonarglætuna fyrir hnýpna

Lesa meira

Kolbrún Halldórs er drekinn

Að minnsta kosti 4 vinir mínir hættu við að kjósa VG eftir heimskuleg ummæli Kolbrúnar Halldórs um Drekavæðið. – Ég veit ekkert hvað þeir kjósa í staðinn. Kolbrún Halldórs er skaðvaldur hvort sem er á landsvísu ellegar í smærra mengi. Hún hefur eyðililagt óskaplega mikið í heimsku sinni og fávísu blaðri. Kjósendur ættu að dreka hana.

Ég er ömurlegur.

Ég er alltaf svona 5 til 15 árum á eftir tízkunni. Ég uppgötvaði Sex Pistols komin langt á þrítugsaldurinn. Metaliku byrjaði ég að hlusta á eftir útkomu „svörtu plötunnar“. -Besta stöffið var orðið frekar gamalt. Í síðustu viku var ég svo að uppgötva Notorious B.I.G/Biggie Smalls / Big Poppa sem var dó árið 1997 -Þvílíkt stöff. Hér er ég í eldhúsinu með Hipnotize á fullu blasti að sveifla lendunum í seiðandi takti þessa 250 kílógramma risa. Ekki er verri dúettinn

Lesa meira

KOSNINGAÁHEIT.

Ef að Sjálfstæðisflokkurinn fær undir20% í kosningunum í kvöld ætla ég að gefa ógæfumanni kassa af bjór. -Lesendur eru hvattir til að toppa þetta.

Eimreiðin komin á Eyjuna.

Frá og með deginum í dag er ég orðin Eyjubloggari. Bloggið mitt, Eimreiðin, verður nú innan vébanda Eyjunnar. Sem fyrr verða efnistök Eimreiðarinnar þau sömu og fyrr. Áhersla verður á létta afþreyingu í amstri dagsins. Sú nýbreytin verður tekin upp að reglulega verða á „boðstólnum“ léttir leikir, getraunir og fleira sem getur vonandi hjálpað venjulegu vinnandi fólki frá niðurdrepandi fréttum sem dynja á okkur alla daga. Sem dæmi um hin nýju efnistök er lesandakosning um hvort rassinn á Jennifer Lopez

Lesa meira

Áhyggjuefni.

Fyrir mér er búsáhaldabyltinginn einhver glæsilegast atburður í Íslandssögunni. Þjóðinn reis upp og hrakti vanhæfa ríkisstjórn út, krafðist breytinga sem voru löngu tímabærar. Ég er reyndar ekki einn um þessa skoðun. Margir sem ég þekki eru sama sinnis. Sumum finnst búsáhaldabyltinginn einn af lágpunktum Íslandssögunnar. Óður skríll sem ræðst á Alþingi, berst við lögreglu og skemmir ríkiseigur. Margir sem ég þekki eru þessarar skoðnnar Það er áhyggjuefni hvað fólk hefur mismundandi sýn á þennan atburð. Fólk er ósammála alveg í

Lesa meira

Site Footer