Ógeðslegur hlustandi

Ég hlusta alltaf á Mix Megapol á morgnanna. Í gær morgun var einn þáttastjórnandi með ógeðfeldan drykk sem hann hafði keypt í asíu. Það var gosdrykkur sem var með hreiður-bragði. Hreiður munu vera töluvert algeng fæða í asíu. Þáttastjórnandinn er hálfgert flón eins og oft fylgir því að vera með morgunþáttinn og er oft ferlega fyndinn. Eftir að hafa bragðað á hreiðurs-drykkinum bað hann fólk um að hringja inn sögur af ógeðfeldum drykkjum. Ekki stóð á viðbrögðum. Einn hringdi og

Lesa meira

Borgarafundurinn í Háskólabíói

Ég var að horfa á borgarafundinn í Háskólabíói nú rétt í þessu. Fínt framtak hjá þessum Gunnari leikstjóra en mikið djöfull er hann slappur fundarstjóri. Hann er dóni og hann kann sig ekki. Ég saup hveljur þegar hann kynnti upp í pontu mann sem komin var alla leið frá Akureyri. Gunnar fundarstjóri gat ekki setið á strák sínum og gerði hálfgert gys að því að ræðumaðurinn væri að norðan. (reyndar var þessi ræðumaður algerlega frábær). Svo var frummælendakerfið afar furðulegt.

Lesa meira

Orð yfir typpi og píku!

Ég glugga stundum í íslensku samheita orðabókina mína þegar ég hef ekkert að gera. Ég er komin að pé-inu og rakst á orð sem er afar víðfemt. Orðið „pausi“ sem þýðir það sama og „poki“. Hérna eru samheiti orðisins pausi Pausi Paufi, pjási, pokaskaufi, pokaskjatti, pokasnigill, pokataddi, poki, posi, +púsi, skaufi, skjatti, skjóða, skuddi, smápoki, snigill, +tadda, taddi, tussi Orðið pausi merkir það sama og skaufi og tussi….

100 þúsund kall á dag.

Gerið þið ykkur grein fyrir ágætu lesendur að Davíð Oddson kostar skattgreiðendur 100 þúsund kall á hverjum degi sem hann mætir í vinnuna. 100.000 krónur á mánudögum100.000 krónur á þriðjudögum100.000 krónur á miðvikudögum100.000 krónur á fimmtudögum100.000 krónur á föstudögum Mér þykir þessu fé vera illa varið.

Kristjaníuhippi í fæðingarorlofi

Ég var að rifja upp í gær tímann þegar ég var í fæðingarorlofi í sumar. Tíminn setur oft hlutina í óvænt samhengi. þannig er mál með vexti að synir mínir eru all-baldnir, sérstaklega sá eldri (2 ára). Þannig vildi til að á einum hlýindadeginum voru samankomnar nokkar mæður úr hverfinu með börnin sín. Þær virtust vera í einhverskonar keppni um hver ætti prúðasta barnið því börnin þeirra voru klippt út úr Polarn og Pyret-bæklingnum. Öll með húfur í stíl við

Lesa meira

Næsta föstudagsdúsa

Stjórnvöld hafa reglubundið sett fram „umbótatillögur“ degi áður en laugardagsfundirnir á Austuvelli farði fram. Síðast voru það meintar launalækkanir þingmanna. Mig rennur í grun að næsta dúsa verði djúsí. Ég spáið því að Davíð verði látin fjúka.

Óþolandi – Algerlega óþolandi.

Það er óþolandi tilhugsun að enginn skuli bera ábyrgð á hruninu. -Ekki Sjálfstæðisflokkurinn og náhirðin í kringum Davíð Oddson. Samkvæmt þeim var stefnan rétt. -Ekki ráðherrarnir sem gerðu ekkert þrátt fyrir að vita um hrunið handan við hornið -Ekki seðlabankastjóri sem með orðum sínum felldi alla bankana á einu bretti og efnahagskerfi landsins, flekaði orðstý Íslands um ókomna tíð. -Ekki verkalýðsforrustan sem tók virkan þátt í sukkinu. -Ekki fréttamenn sem töldu hag sínum betur borgið að sinna hagsmunum eigenda sinna

Lesa meira

Það sem Ingibjörg skilur ekki.

Krafan um kosningar er grundvölluð á kröfunni um að einhverjir verði látnis sæta ábyrgð á bankahruninu (aðallega stjórar Seðlabankans og FME) Fólk veit vel að Sjálfstæðisflokkur mun ekki gera það. -Brennuvörgunum verður ekki fórnað. Ábyrgðin hefur því fluttst yfir á Samfylkinguna. Hún VERÐUR að gera eitthvað. Samfylkingin verður að gefa okkur von sem bundum svo miklar vonir við þennan flokk. -Ekki gera ekki neitt! Samfylkingin á með opinberum hætti að setja Sjálfstæðisflokknum stólinn fyrir dyrnar og hóta að sprengja stjórnina

Lesa meira

Hvítir hanskar.

Mér þykir alltaf traustvekjandi tákn þegar lögreglumenn eru með hvíta hanska. Hanskar þessir munu vera hluti af búníngasetti lögreglumanna en eru alltof sjaldan notaðir. Hvítir hanskar eru nefnilega ákaflega sterkt tákn. Tákn um þjóninn í lögregluþjóninum. Tákn um hreinar hendur. Tákn um að óþrifnaður sést á hvítum hönskunum. Tákn um hreinleika. Ég vildi gjarnan oftar sjá löggur með hvíta hanska.

Orðspor Íslendinga í Svíþjóð.

Í haust átti ég erindi í bókabúð hér í nágreninu. þegar kom að því að greiða fyrir vörurnar sem ég hafði valið mér kom upp sú staða að ég otaði kortinu mínu að afgreiðslukonunni. Hún horfði á mig tortryggnum augum og bað um frekari skilríki (kortasvindl eru algeng hér í fyrirmyndarríkinu og sérstök skilríki þarf venjulega til þess að staðfesta debet eða kreditkort) ég spurði afgreiðslukonuna hvaða skilríki hún vildi og bauð henni kreditkort með mynd eða ökuskírteinið mitt. Hún

Lesa meira

Site Footer