Nokkur orð um gosdrykki

Þegar Sanítas tók Pólóið af markaðnum slokknaði síðasti neisti frumkvæðis í íslenskri gosdrykkjagerð. Pólóið var nefnilega einstakur drykkur. Hann var öðruvísi en allir godrykkir sem til eru í veröldinni, alveg eins og tungumál Baska er í heimi málfræðinnar. Póló drykkurinn var í lítilli fallegri flösku, alveg eins og apelsínið frá Agli Skallagrímssyni nema hvað drykkurinn var glær og miðinn á flöskunni var blár! Í víðu samhengi var Pólóið einskonar uppreisn gegn öllum þeim gosdrykkjum sem viðrast ganga út á það

Lesa meira

Bréf frá Nelly Olson

Ég lá fyrir nokkrum dögum fyrir framan sjónvarpið með tölvuna á maganum en það er stelling sem ég kann afar vel við. Þannig næ ég að horfa á glæpþætti í sjónvarpinu og vafra á netinu á sama tíma. Nú þetta er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Ég geri þetta stundum og ekkert merkilegt við það. Þarna sem ég lá og horfði með öðru auganu á glæpaþátt á einhverri stöð, brá fyrir sjónir mér leikari nokkur sem ég taldi

Lesa meira

Fljúgandi spagettískrýmslið

Ímyndið ykkur lesendur góðir ef ég héldi fram að engill guðs hefði komið til mín og sagt mér að heimsendir væri í nánd. Að ég ætti að fá til mín eins marga fylgendur og ég gæti, stofna sambýli á Selfossi og bíða endalokanna. Þetta hljómar fáránlega en það eru hundruðir hópa til í veröldinni sem eru nákvæmlega svona fyrir utan staðsetningu. -Þá á ég við Selfoss. Það er nefnilega svo auðvelt að koma með staðhæfingar í kringum ósýilegar verur. Árið

Lesa meira

Miskunsami rauði Volvóinn

Við hjónin vorum á leiðinni að sinna viðskiptum með strákana okkar. Við keyrðum ofan í Thingstadstunnelen og þar í miðjum göngunum á mið akreininni urðum við rafmagnslaus einhvernvegin. Bíllinn bókstaflega missti meðvitund! Ég veit ekkert hvað gerðist eða hvað var að. Það drapst bara á bílnum!. Ég hafði reyndar látið bílinn renna í gang (í bakkgír), því Bessi hafði kveikt á ljósinu inn í bílnum og tæmt geyminn. Ég læt hann renna afturábak og kippti upp kúplingunni eins og maður

Lesa meira

Elefantur og flamengó

Ég tók þessa mynd af elefant í dýragarðinum í Boros. Hann var hinn vinalegasti og ég haf honum að launum vínber. það er reyndar stranglega bannað að gefa dýrunum að éta en what the fuck! Maður lifir bara einu sinni. það sérstæða við þessa mynd er að hún er tekin á símann minn 2 mpxl. Nokia 65 Navigator. Við eigum fína myndavél en hún varð battarísslaus. það er Cannon E10 frá árinu 2003. Stundum tek ég góðar myndir. ég held

Lesa meira

Flott hugsun

Sagnfræðingurinn Stephen Henry Roberts á eitthvert flottastu trúleysis tilvitnun sem ég man eftir. Hann mun hafa deilt við trúmann um trúleysi og í samræðum þeirra í milli fæddist þessi flotta hugsun. Hérna kemur hún Ég staðhæfi að við erum báðir trúleysingjar. Ég trúi bara á einum færri guð en þú. Þegar þú skilur hversvegna þú afskrifar alla aðra mögulega guði, þá skilur þú hversvegna ég afskrifa þinn. I contend that we are both atheists. I just believe in one fewer

Lesa meira

Nær ekki nokkuri áft.

Hafið þið tekið eftir lesendur góðir hversu undanlegan framburð Bubbi Morthens hefur tamið sér? Á plötunni Geislavirkir er lagið Blóðið er rautt. Lagið er fínt en textinn óskiljanlegur eins og títt er með lög Bubba. Í þessu lagi kristallast þessi sérkennilegi framburður Bubba sem ég held að sé hættur að nota. Í laginu syngur Bubbi. -Frambjóðandinn með ýstruna sína, í ræðupúltinu segir háft (hátt). Mér þykir það leitt að húsið skyld’ann missa en malbikið á að ligg´í þessa áft(átt -Leigubílstjóarar

Lesa meira

Flott loft

Ég fór á kaffihús um daginn og tók eftir afar fögru loftinu á kaffihúsinu góða. Ég hef aldreigi áður séð slíkt loft. Loftið er glerjað með trérömmum til að halda glerinu á sinum stað. Alveg eins og íhefðbundinni lóðréttri glerjun. Mér fanst svomikið til þessa lofts koma að ég tók af því ljósmyndir sem ég deili hér með með ykkur.

Ákvörðun hefur verið tekin..

Ég hef eignast átrúnaðargoð sem ég ætla að líkjast þegar gráu hárin hafa þakið höfðu mitt frá kynhárum til hvirfils. Ég varð sem steini lostin þegar ég sá þennan náunga sem ber töffaranafnið Charlie Rich. Ég ætla einnig að tileinka mér fatasmekk Charlies og er byrjaður að leggja drög að sniði sem líkist mjög aðþrengdu jakkafötunum sem Charlie þessi skartar í myndbandinu hér fyrir neðan. Takið eftir týpunni.. Er þetta ekki uber-töffari? Með þessu móti ég komið því til leiðar

Lesa meira

Stórkostnleg tíðindi!

Eftir að mér barst til eyrna að heill kassi af Spur Cola hefið borist á dögunum í væntanlegt Safn Ölgerðarinnar bárust í mér blendnar tilfinningar. Var bæði sár og reiður. Þar sem ég er stoltur eigandi einu óopnuðu spurflöskunnar í heiminum varð mér ljós að hér var um merkan fund að ræða. Ég bloggaði um málið þann 19. júni. Þegar ég sá fréttina í DV um þennan stórmerka Spur-fund sá ég nokkuð undarlegt. Um mig hríslaðist gleðihrollur engum líkur. Á

Lesa meira

Site Footer