Man einhver eftir þessu…

Við hjónin eigum í fórum okkar 3 svona spil. Þessi spil lögðu grunninn undir stórveldi Nintendo. Svona þætt nú ekki merkilegt í dag. -Mér þykir pínu vænt um þessar menjar.

Kostulegur boðskapur

Ég rakst á þessa mynd í einhverju skuggasundi vefsins. Mér þykir hún fyndin enda hef ég ekki smakkað dropa af áfengi frá árinu 2001.

Misskilningur eða réttskilningur?

Það er alveg stórkostlegt að vera í návígi við 10 ára manneskju. 10 ára aldurinn er svo hrikalega skemmtilegur og hugmyndirnar um lífið og tilveruna eru svo hreinar og beinar. Auður dóttir mín hefur verið hjá okkur í rúmar 2 vikur og ég hef í samtölum mínum við hana fengið frábæra innsýn inn í veröldina eins og hún kemur fyrir hjá 10 ára krökkum. Við vorum að baka múffur um daginn. Smjörið í uppskriftinni okkar átti að vera við „stofuhita“.

Lesa meira

Mig vantar bara vinnu….

Mig renndi ekki í grun hve sterk viðbrögð ég fengi þegar ég skrifaði bloggfærsluna „trúlausi guðfræðingurinn„. Ríkiskirkjupresturinn Bjarni Karlsson svaði mér í grein í Fréttablaðinu og núna síðast birtist svo grein eftir Sunnu Dóru Möller og Sigurvin Jónsson í gær eða fyrradag. Ég hef fengið á annað hundrað tölvupósta sem lýsa yfir stuðningi við greinina um „trúlausa guðfræðinginn“. Ég vissi reyndar af þessari fyrirhuguðu grein Sunnu og Sigurvins því hún birtist á blogginu hennar Sunnu sem einskonar forsýning fyrir birtinguna

Lesa meira

Náttúran í Svíþjóð

Ég hafði ekki hugmynd um hve náttúran hérna í Svíþjóð er óskaplega rík. Í Gautaborg er mikið af grænum svæðuml, göngustígum, tjörnum osfr. Dýralífið hérna! það eru hirtir út í garði hjá fólki þegar fer á fætur. Ég fór út í sjoppu fyrir nokkrum dögum og sá tvö hjartardýr að hlaupa um milli blokkanna í einskonar ástarleik. -Fjandans að hafa ekki símann á sér! Við fórum í göngutúr áðan ég og börnin mín. Gengum út á Svörtutjörn þar sem endurnar

Lesa meira

Sæmi Rokk er frábær

Ég sá á dv.is að lögreglumaðurinn Sæmi Rokk hafði yfirbugað trítilóðan hnífamann á heimili sínu. Sæmi er mér ógleymanlegur. Einu sinni þegar ég var unglingur og staddur í partíi út á Nesi, kom Sæmundur þar að til að reka út úr partíinu. Eitthvað voru gestir óánægir með þessa brotvísun og einn partígesta skoraði Sæma á að „tvista“ fólk heim til sín. Skipti eingum togum nema að Sæmi tók áskoruninni tvistaði nokkur spor í stofunni. Við það róaðist hópurinn í einlægri

Lesa meira

Jónas og kærleikurinn

Mér þykir alltaf gaman að lesa hestabloggið hans Jónasar Kristjánssonar. Ekki það að ég hafi neinn áhuga á hestum, heldur skín í gegn einlæg ást Jónasar á þessum dýrum. Eitt sinn vann ég á trésmiðaverkstæði þar sem eigendurnir áttu tvo hunda af Shafer-kyni. Hundarnir voru gjarnan daglangt á kaffistofunni og biðu þolinmóðir meðan unnið var. Milli hundanna og eigendanna var sterkt kærleiksband sem ég sé oft meðal hundaeiganda. Þessum kærleik má líkja við bestu tegund af kærleiksríku sambandi milli mannfólks.

Lesa meira

Kannast einhver við Heinrich Severloh?

Ég er að horfa á ótrúlega þýska heimildamynd í sænska sjónvarpinu. Myndin fjallar um þýskan mann sem tók þátt í því að verjast innrás bandamanna á D-daginn óskaplega. Hann var vélbyssuskytta og hann drap yfir 2000 manns á nokkrum klukkustundum!. Heinrich Severloh hét þessi hermaður og heimildamyndin gerir honum skil á heiðarlegan hátt. Heinrich þessi var ekkert skrýmsli, hann var einfaldlega að gera það sem hann hafðin verið þjálfaður í. Hann var aðeins 19 ára þegar innrásin var gerð og

Lesa meira

Fyndin tvíburanöfn

Þegar ég var unglingur var ég í slagtogi við ferlega skemmtilega stráka sem eru vinir mínir enn þann dag í dag. Við höfðum stundum afar lítið að gera eins og oft er títt með unglinga og ástunduðum allskonar vitleysu. Við tókum t.d saman fyndin nöfn sem hægt væri að skíra tvíbura. Þetta var niðurstaðan.Tommi og Jenni. Adam og Eva. Freyr og Geir. Fimmbogi og Sexbogi Rútur og Hrútur.Ólafur og Ragnar. Fyndnust þótti okkur tvíburanöfnin Ingvar og Gylfi.

Site Footer