ÉG SENDI VALDÍSI GUNNARSDÓTTUR PÓST

Eftir að ég flutti til Svíþjóðar hefur eitt einkennt dvölina öðru fremur. Í hvert sinn sem ég tendra á viðtæki hljóma úr því fagrir tónar úr barka sænsku söngkonunnar Sonju Aldén. Lögin hennar eru algjörir eyrnaormar sem skríða inn í hlustina og maður nær þeim ekki út með nokkru einasta móti. Lögin hennar Sonju eru einskonar tregapopp, útsett af sænskri fagmennsku. Ferlega skemmitleg og falleg tónlist. Ekki skemmir fyrir að textarnir við lögin hennar eru barasta prýðilegir. Þeir eru gjarnan

Lesa meira

MIG VANTAR FAR

Svíar eru sniðugir. Þeir eru almennt sparsamir og nota eiginlega aldrei kreditkort. Reiðufé er algengasti greiðslumiðillinn og þeir taka með sér nesti í vinnuna. Þetta er til fyrirmyndar. Á vissum sviðum hafa þeir reyndar farið fram úr skynseminni sinni eins og t.d varðandi félagslega þjónustu. Hérna eru háir skattar sem allir fá svo til baka í formi styrkja.

STÓRAR STÓRUTÆR

Loksins loksins! Netið hérna á Ormabekksgötunni er komið í eðlilegt horf. Loksins er kominn þráðlaus router og ég er í stöðugu og reglulegu sambandi. Hingað til hef ég ég stolist inn á netið hjá nágrönnum mínum en það samband er hvort í senn stöpult og ótryggt. Ég hef t.d ekki þorða ástunda bankaviðskipti. Loksins loksins get ég komið mér fyrir á skrifborðinu mínu innan um allt tölvustöffið mitt (flottan skjá, lyklaborð, flotta mús, utanáliggjandi harðandisk….) og verið í sambandi við

Lesa meira

SÓFASETT OG DÁDÝR

Við fjölskyldan örkuðum af stað í nýja bílnum upp í Farum sem er svona 10 km frá Gautaborg til að skoða sófasettið ljóta. Eftir að hafa tekið vitlausa beygju af hraðbautinni og týnst í smá stund komum við loks á afangastað. Farum er smábær sem er byggður í nokkuð hæðóttu landi. Við vorum aðeins á undan áætlun og keyrðum því um stund um hæðótta byggðina. Okkur til mikillar undrunar sáum við DÁDÝR sem var að spóka sig í garði einum

Lesa meira

NOKIA NAVIGATOR

Ég keypti mér á dögunum ferlega tæknilegan síma. Þetta er sími með GPS möguleika. Ég get s.s notað hann eins og landakort og það sem meira er, landakort sem segir mér að beygja eða frá áhugaverðum stöðum í nágrenninu. Þar fyrir utan er þetta myndavél og vídeótökuvél, skipuleggjari, internettölva og ég veit ekki hvað. Mér sýnist þetta vera þokkalega einföld græja og þegar ég sting símanum í samband við tölvuna þá birtist hann sem E: drif. Ég get þaðan fært

Lesa meira

Site Footer