SPUR COLA

Í síðustu færslu hérna á síðunni minni sagði ég frá bók sem ég á. Núna ætla ég að sýna ykkur mesta dýrgripinn minn. Þetta er óopnuð flaska af Spur. Flaskan komst í minar heldur einhverstaðar á vestfjörðum þegar ég vann á Flateyri og fór í bæinn til að sjá hljómsveitina Madness spila í höllinni. Þetta var 84 eða 86. Á einhverjum stað á leiðinni stoppaði rútan og mér til mikillar furðu sá þessa flösku í kók-kælinum. Síðan hefur flaskan fylgt

Lesa meira

GVENDUR JÓNS OG ÉG

Í fórum mínum er lítil bók sem mér þykir svolítið vænt um. Það er barnabók eftir Hendrik Ottósson sem gefin var út af bókaútgáfu Pálma H. Jónssonar árið 1949. Bókin fjallar um ævintýri Hendriks og félaga hans. Gvendur Jóns er í aðalhlutverki enda örugglega ferlega skemmtilegur strákur. Afi minn gaf mér þesssa bók einhverntíman. Afi tengist nefnilega þessar sögu beint því að á hann er minnst í kaflanum „Jakahlaup“   Ég las þessa bók í vikunni og hún er mjög

Lesa meira

BARNAMORÐIN Í SVÍÞJÓÐ

Sænska þjóðin er harmi slegin yfir óhuggulegum barnamorðum sem voru framin hér síðasta mánuðinn. Sem betur fer þá eru bæði þessi morð upplýst og morðingjarnir komnir bakvið lás og slá. Fjölmiðlar hafa fylgst með rannsókn þessara mála og ekki verður annað sagt en að sænska löggan hafi staðið sig vel. Fyrra atvikið var svo óhuggulegt að manni skortir orð til að lýsa þeirri illsku sem knúði morðingjann til voðaverksins. Það var í byrjun april að móðir og tvö börn hennar

Lesa meira

RÓSA BARBÍSDÓTTIR

Þegar Auður dóttir mín var lítil átti hin uppáhaldsdót. Það var grænn plasthestur. Hún meðhöndlaði hestinn á afar varfærinn hátt og lék sé með hann af andakt. Hún skýrði hestinn Rósu Barbísdóttur. Þetta þótti mér ferlega krúttlegt og Rósa er nú á skrifborðinu mínu við ásamt litlu dóti sem tengist fjölskyldumeðlimum mínum á einhvern hátt. Reyndar var Rósa kölluð til styttingar, Rósa Barbís. Auður eignaðist síðar fjólubláan hest (Pony-dót) og sú fékk nafni Fjóla-Rósa Glimmerrós. Fjóla er ennþá til og

Lesa meira

KAUPÞING AÐ FARA Á HAUSINN?

Í sænsku sjónvarpsfréttunum fyrir nokkrum dögum var fréttaskýring af fjármálakreppunni sem hrjáir flest vestræn lönd. Svíjar tala mikið um „finans-krisen“ og vita, ekki frekar en Íslendingar, hvernig kreppan mun haga sér. Í lok fréttarinnar var fréttamaðurinn með hugleiðingu um hvort einhverjir bankar færu á hausinn. Fréttamaðurinn nefndi enginn nöfn en undir fréttinni var ítarleg innskot af Kaupþings bankanum í Stokkhólmi og Gautaborg. Enginn annar banki var notaður sem myndefni fyrir fréttina. Hughrifin sem þessi frétt vakti voru þau að Kaupþing

Lesa meira

ÓTTASLEGIN ÍKORNI

Ég fór í göngutúr á föstudaginn og stytti mér leið í gegnum tráþykkni. Þar blasti skyndilega við mér íkorni. Ég hefi aldreigi séð slíka skepnu áður nema í bíómyndum og starði um stund á dýrið. Korninn áttaði sig á því að ég hefði sennilega eitthvað ógeðslegt í hyggu og klifraði því upp í tré. Þaðan skaut hann á mig óttabljúgum glyrnunum þar sem ég gékk framhjá eins og hálfbjáni. Hérna er mynd af þessu óttaslegna dýri. -o-o-o- Ég hef átt

Lesa meira

SKEMMTILEGIR STRÁKAR

Á róluvellinum í nágrenni við íbúðina okkar, hittist fólk í mínum sporum (í fæðingarorlofi) og lætur krakkana leika sér, les í bók eða spjallar. Ég hef stundað rólóinn í u.þ.b mánuð og orðið var við nýjan leik sem strákarnir í hverfinu hafa fundið uppá. Þeir renna sér á barnabílum úr plasti niður aflíðandi brekku sem tengir rólóinn við hverfið. Með þessu móti ná þeir gríðarlegum hraða svo hvín í kínversku plastinu. Hérna má sjá þessa frábæru stráka að leik  

Lesa meira

VELTIR / VOLVO

Volvobifreiðar voru einu sinni fluttar til Íslands á vegum fyrirtækis sem hét Veltir. Orðið veltir merkir í rauninni það sama og orðið volvo í sænsku þannig að nafnið var vel til fundið. Í einni auglýsingaherferð sinni var alltaf hamrað á því að Volvóbifreið væri „fasteign á hjólum“ og vísað var til hás endursöluverðs og endingar. Sennilega allt satt og rétt. Volvóbílar eru afar algeng sjón hér í Gautaborg enda verksmiðja í borginni sem býr til volvóa. Ég rakst á þennan

Lesa meira

BANNAÐ BLOGG

Nokkur umræða hefur farið fram í fjölmiðlum í kringum skrif DoktorsE um sóknarprestinn á Akureyri. Presturinn er sár yfir skrifum Doktorsins eins og gefur að skilja enda skrifin æði persónuleg og rætin. Í sjónvarpinu var svo viðtal í Íslandi í dag við tvo bloggara sem tjáðu sig um málefnið. Ólafur Sindri / Mengella og Sóley ofurbloggari. Viðtalið við þau var frekar slappt en ég hallaðist miklu fremur að málflutningi Ólafs Sindra. Sóley sagðist ekki skilja þá sem skrifa undir dulnefni

Lesa meira

BARNABÆKUR

Synir mínir eiga fullt af bókum. Bækurnar eru sumar hverjar gamlar sem að Ingunn fékk þegar hún var krakki. Bækur sem hættar eru að fást en samt alveg jafn skemmtilegar og fyrir 2 áratugum. Náungi að nafni Albín nýtur mikilla vinsælda og einnig hann Barbabba Nokkrar bækur sem Bessi á eru í bundu málifyrir krakka. Sumt af því sem er þarna á prenti er illskiljanlegt fyrir fullorðið fólk, hvað þá krakka. Ég fæ stundum á tilfinninguna að sá barnabókarhöfundur sem

Lesa meira

Site Footer