kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

Broddstafablinda

Fyrir nokkrum dögum var ég skammaður af Gunnari Erni Heimissyni. það er hverjum [ein]-staklingi hollt að vera skammaður í hófi. Gunnar skammaði mig m.a fyrir að skrifa bríksl en ekki brigsl. Þetta er fín ábending frá Gunnari en lesendum til fróleiks þá þjáist ég af broddstafablindu. Broddstafablinda lýsir sér þannig að ég á erfitt með að bera fram (og rita) orð sem innifela broddstafi. Í verður -i. Ú verður -u. Bónus-ís verður bonus-is. Ég smitaðist af broddstafablindu af kærustu sem

Lesa meira

Slasaðist lítið.

Ég rak augun í skondna frétt á ruv.is. Fyrirsögnin greip mig samstundis og vakti upp ljúfar minningar um áþekka vitleysu. Fyrirsögnin var á þá leið að kona hafi „slasast lítið“. Áhugaverð spurning vaknar um hvort það sé frétt í sjálfum sér að kona hafi „slasast lítið“. Meiri tíðindi væri sjálfsast í því að konan hefði slasast mikið. Svona ekki-fréttir vekja kátínu hjá mér. Rögnvaldur gáfaði, stórskáld frá Akureyri hefur vakið athygli á undarlegum kveðskap sem allir þekkja um að það

Lesa meira

Guðlaugur Þór er ekki lygari

Guðlaugur Þór heilbrigðismálaráðherra segist hafa endurgreitt Hauki Leóssyni andvirði umdeildrar laxveiðiferðar en neitar að sýna fram á kvittun fyrir viðskiptunum. Sú staðreynd gerir orð hans ómerk og gildislaus. Þau eru jafn gildislaus og ef ég segði að Guðlaugur Þór hefði aldrei greitt Hauki krónu og væri því lygari af ómerkilegustu sort. Það er hefur s.s jafn mikið gildi að segja að Guðlaugur hafi endurgreitt Hauki Leóssyni og að segja að hann hafi ekki endurgreitt Hauki Leóssyni. Efinn hangir í loftinu

Lesa meira

Stóra Toblerone málið.

Í skemmtilegum Kastljósþætti á föstudaginn voru gestirnir Hallgrímur Helgason og Sveinn Andri Sveinsson. Sveinn sem hefur undanfarið komið að umræðunni um sjálftöku stjórnmálamanna minntist þar á „Toblerone-málið“ sem kom upp í Svíþjóð 1995. Í stuttu máli snérist málið um að Mona Sahlin þáverandi ráðherra í ríkisstjórninni notaði kreditkort ríkisins fyrir einkaneysluna sína. Hún endurgreiddi að vísu alltaf til baka og sagðist hafa litið á þessa notkun á kortinu sem fyrirfram laun. Aðspurð sagðist hún hafa notað kortið m.a til að

Lesa meira

Skammaður.

Gunnar Örn Heimisson skammar mig á blogginu sínu. Hann segir mig vera lélegan í stafsetningu, taglhnýting Jónasar Kristjánssonar og umrita mitt eigin blogg. -Þetta er allt rétt hjá Gunnari. Ég er frekar slappur í stafsetningu og skrifa frekar hratt á lyklaborðið, því slæðast inn meinlegar villur. Einhverra hluta vegna skrifa ég alltaf „fynnst“ en ekki „finnst“. Þetta er meinloka. Ég er líka hrifinn af skrifum Jónasar Kristjánssonar þessa stundina. Sennilega vegna þess að ég er að lesa Chomsky. Það er

Lesa meira

Varðhundar og stórlaxar

Mér til töluverðra vonbrigða hafa fjölmiðlar lítið fjalla um hneykslismál siðustu daga og vikna. Jónas Kristjánsson bendir réttilega á þetta furðulega ástand mála í grein sem heitir „Hluti af valdakerfinu“. Ég tek undir hvert einasta orð hjá þessum frábæra samfélagsrýni. Blaðamenn virðast engan áhuga hafa á að fletta ofan af spillingu hjá hinu opinbera! Ég sem hélt að það væri hlutverk blaðamanna að varpa ljósi á skuggaspil þeirra sem sólunda skattpeningum borgaranna eða brjóta lögin á einn eða annan hátt.

Lesa meira

Eðlilegt….

Mér blöskraði eins og fleirum við orð Árna Þórs Sigurðssonar í VG um að umdeild hótelgisting á lúxushóteli hafi verið „eðlileg„. Nú legg ég þann skilning í hugtakið „eðlilegt“ að það innifeli einhvernvegin náttúrulega skipan hlutanna. Það er t.d eðlilegt að vatn leitar alltaf niður á við. Það er eðlilegt að lögreglumaður sé í lögreglubúningi. Hugakið er satt best að segja nokkur skýrt. Það að Árni Þór telji „eðlilegt“ að nefndarmenn í Samgöngumálanefnd gisti á lúxushóteli þótt þeir eigi allir

Lesa meira

Eðlileg sjálftaka

Það voru kunugleg viðbrögð sem heyrðust frá Steinunni Valdísi (formanni Samgöngumálanefndar) og Árna Þór (í Samgöngumálanefnd) þegar þau voru spurð út í umdeilda lúxusgistingu á hóteli í Reykjavík. -Þetta var eðlilegt. Árni Þór er í stjórmálaflokki sem gerir sig út fyrir að vera með hreinar hendur í íslenskri pólitík og hefur oft og tíðum virkað sem ljósið í siðferðislegum álitamálum sem upp hafa komið. VG stóð t.d eitt á móti sablæstri REI og GGE. Svandís Svavarsdóttir var sú eina sem

Lesa meira

Gull á Óheiðarleikunum í Peking

Fær Guðlaugur Þór sem hefur gefið út digurbarkalegar yfirlýsingar um að hann hafi alltaf endurgreitt boðsferðir í laxveiði. Samt neitar hann að sýna fram á að hann hafi hafi endurgreitt Hauki Leóssyni umdeilda laxveiðiferð. Ef að Guðlaugur Þór væri sá heiðarleika-hnakki sem hann gefur sig út fyrir að vera, ætti hann að fagna því að sýna fram á það svart á hvítu. Því miður lítur allt út fyrir að yfirlýsingar Guðlaugs um eigin heiðarleika séu orðum auknar. Súrari lygarar eru

Lesa meira

Site Footer