Bubbi í ruglinu

Bubbi Morthens sá ástæðu til að leiðrétta meintan misskilning sem lesa mátti úr orðum hans í moggaviðtali í gær. Hann gagnrýndi þar Björk og Sigurrós fyrir að „velja“ náttúruvernd frekar en eitthvað annað vantamál til að benda á og sagði að það væru önnur vandamál brýnni en hernaðurnn gegn náttrunni sem vekja mætti athygli á.

Þarna er óskaplegur misskilningur á ferðinni hjá alþýðuskáldinu og sjónvarpsfígúrunni Bubba Morthens. Með orðum sínum afhjúpar hann yfirgripsmikla vanþekkingu á þeim vandamálum sem steðja að íslensku samfélagi.

Er barátta gegn mengun og náttúruspjöllum eitthvað sem maður velur? Svipað eins og þegar maður velur sér Range Rover Vouge eða Range Rover Supercharged? Er hin félagslega krafa poppara að „velja“ sér baráttumál? Í mínum huga og örugglega Bjarkar og meðlima Sigurrósar er þessi afstaða ekkert val. Hún er eðlileg og átakalaus. Afstaða gegn nátturuspjöllum er hættuviðbragð.

Tónleikarnir sem Björk og Sigurrós héldu á dögunum löðuðu til sín yfir 30.000 gesti. Þetta er um 25% íbúa Reykjavíkur. Þetta er 10 % af öllum landsmönnum sem tóku undir áskorun listamannana um að staldra við í ál-geðveikinni.

Ég átta mig ekki á orðum Alþýðuskáldsins og sjónvarpsfígúrunnar þegar hann segir að Björk hefði átt að halda tónleika um eitthvað annað málefni og nefnir þar baráttu gegn fátækt. Er fátækt mikið vandamál á Íslandi? Fátækt sem slík er teygjanlegt hugtak. Á Bubbi við að haldnir sér tónleikar til styrktar þeim sem hafa tekið lán fyrir lélegum hlutabréfakaupum eða eru að basla með bílalánið? Þekkir Bubbi mikið af fátæklingum? Er átt við þá sem hafa tapað aleigunni á FL Group? Afhverju heldur Bubbi ekki styrktartónleika fyrir þá sem hafa tapað eigum sínum á hlutabréfa-braski?

Hlýnun jarðar er mesta ógn við tilvist mannsins fá upphafi vega. Börnin okkar (og Bubba líka) munu sannarlega stikna og brenna ef mengunargeðveikinni heldur áfram. Veröldin öskrar á nýja tækni, nýja hugsun og nýjar leiðir. Þetta var Björk að leggja áherslu á. Ef að það hefur farið framhjá Bubba þá eru vísindamenn út um allan heim að endurskrifa kenningar sínar um hraða hlýnuninnar.

Hlýnunin gerist miklu hraðar en reiknilíkön gerðu ráð fyrir. Þetta er að gerast á 20 ára tímabíli og fer vaxandi. Vísindasamfélagið stendur ráðþrota gagnvart þessum hraða og þeim óvæntu breytingum sem þær hafa í för með sér. Það er ekkert sem segir til um að hlýnunin hætti þegar „þægilegu“ hitastigi er náð. Það er ekkert ólíklegt að meðalhiti verði um miðbaug í kringum 60 – 70 gráður. Við vitum það bara ekki. Ef þetta er ekki aðkallandi til að vekja athygli á í huga alþýðuskáldsins og sjónvarpsfígúrunnar Bubba Morthens þá held ég að hann ætti að leggja hanskana á hilluna hið snarasta.

Site Footer