BÆTUR VEGNA TJÓNS – JÁ TAKK

Nú hefur komið á daginn að áætlað tjón vegna aðgerða Breta í miðjuefnahagshruninu var 5.2 miljarðar.  Bjarni Benediktsson fer mikinn og vill krefja Breta um bætur.  Mér finnst það góð hugmynd.  Mér finnst reyndar galið að persónan Bjarni Benediktsson skuli fara fram á þetta.

Vafningsfléttan sem hann er flæktur í, endaði í tómum bótasjóði Sjóvár.  Það kostaði skattgreiðendur 7 miljarða.

-1,8  miljörðum hærri upphæð en áætlað tjón vegna aðgerða bresku ríkisstjórnarinnar.

-o-o-o

Agnar skrifaði bloggfærslu ársins um þessa staðreynd og setti í samhengi við fleiri hrun tengd töp.

Site Footer