Bréf frá Nelly Olson

Ég lá fyrir nokkrum dögum fyrir framan sjónvarpið með tölvuna á maganum en það er stelling sem ég kann afar vel við. Þannig næ ég að horfa á glæpþætti í sjónvarpinu og vafra á netinu á sama tíma. Nú þetta er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Ég geri þetta stundum og ekkert merkilegt við það. Þarna sem ég lá og horfði með öðru auganu á glæpaþátt á einhverri stöð, brá fyrir sjónir mér leikari nokkur sem ég taldi mig kunna einhver deili á. Þetta var hann Chad Lowe sem er bróðir hans Robs Lowe. Þar sem ég var með tölvuna á maganum og ekkert sérstakt í gangi sló ég honum upp að gamni. Þar kom fram að hann var giftur frægri leikkonu, Hillary Swank en stóð í skilnaði. Af Rob var ekkert að frétta nema að ég sá að hann hafði verið i tygjum við Mellissu Gilbert sem lék Lauru Ingalls í „Húsið á sléttunni“. Ég tékkaði því aðeins á henni. Þaðan rak mig á heimasíðu hússins á sléttunni og þar voru allir leikararnir upptaldir. Og hvern haldið þið að ég hafi séð? Enga aðra en Nelly Olson!

Nelly þessi var „vonda“ í þáttunum. Hún var eins og skrattinn sjálfur með slöngulokka og sólhlíf. Allir hötuðu Nellý í gamla daga. Nelly þessi bar athyglisvert nafn að mér fannst. Allison Arngrim. Ha? Arngrim? var hún Arngrímsdóttir? gat verði að Nellý úr húsinu á sléttunni var af íslensku bergi brotin? Ég varð að fá botn í málið! Á heimasíðu Allison var netfang sem hægt var að leggja inn fyrirspurnir. Ég ákvað að fylgja hvatvísi minni og sendi eftirfarandi póst á netfangið: „Icelandic forfathers? Her fathers name is Icelandic…“. Ég gleymdi þessu síðan vegna þess að lögreglufólkið úr CSI var um það bil að leysa málið. Loðna konan drap bróður sinn, ekki kennarinn! Þegar ég er umþað bil að ganga til náða dettur mér í hug að athuga póstinn minn og viti menn. þarna var svar frá að því ég taldi vera blaðafulltrúi Allison Arngrim. Ég opnaði póstinn og sé mér til mikillar furðu að Allison hafði svarað mér í eigin persónu! Nú ég veit að það er ósiður að opinbera einkabréf en nauðsyn brýtur lög því alltaf er gaman að segja frá strokum sínum við fræga fólkið. Hérna er bréfið frá Allison:

„My father was born Wilfred James Bannin to an Irish Canadian woman and put up for adoption. He was then promptly adopted by the Arngrimsons of Mozart Saskatchewan. They named him Thorhauler Marvin Arngrimson. (I don’t know how to make the two dots that go over „Thorhauler“, but I am told it’s pronounced „torhuddler“ – sort of. I do know it means „thunder bearer.“)

When my dad went into the theatre, he quite understandably shortened it to Thor Arngrim. (He actually considered just being „Thor“, like „Madonna“ or „Cher“ but this was only the early 1950’s and people didn’t really do that yet.)

But yes, he spoke Icelandic as a child, and can remember a few words if pressed. He used to eat blood sausage and skyr and all that stuff, but nowadays his cardiologist has him on strict diet. And he taught me how to make a mean vinarterta which I occasionally go crazy and make at Christmas. (I burned out the motor in my blender with all those prunes!)

And yes, my middle name is Margaret after my Icelandic grandmother, who’s nickname was „Mugga“ and my brother’s name is „Stefan“ after his Icelandic uncle

Takk fyrir,

Alison“

Allison Arngrim, stjarnan úr Húsinu á sléttuni sendi mér bréf! Þetta var stórkostlegt! Ég sendi umsvifalaust svar til baka:

Thank You wery much for your replay. We Icelanders are quite proud of „our“ people in the US and Canada. I guess that the Arngrins are „ours“…

Vertu sæl og blessuð.

Nokkrum dögum síðar fékk ég svar.

„Count us in!!“

1 comments On Bréf frá Nelly Olson

  • Sæll!

    Magnað alveg, takk fyrir þetta.

    Auðvitað fylgdist ég stíft með Húsið á sléttunni á sínum tíma. Mig minnir að aðalleikarinn hafi heitið Michael Landon og fylgdist ég með þáttunum Bonanza þar sem hann lék. Ég sá þá Í Noregi þar sem þeir voru endursýndir nokkuð mikið.

    Ég sá eitt YouTube myndband um daginn þar sem Landon tók einn kennarann í bakaríið í Húsinu á sléttunni. Mér leit nú ekki á það, voðalegur kúrekabragur yfir þessu.

Comments are closed.

Site Footer