BRESTIR TRYGGVA ÞÓRS HERBERTSSONAR

Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður og fyrrum forstjóri fjárglæfrafyrirtækisins Askar Capital, ritaði á dögunum hugvekjandi blogg. Bloggið heitir „Rottur“ og er ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Sem áhugamaður um kveðskap hverskonar þá las ég ljóðið af áfergju. Fyrstu viðbrögðin mín við lesturinn á rottuljóðinu var að Tryggvi væri að setja ofan í félaga sína á ógeðsvefnum AMX.

-Verður þetta eitthvað skýrara?

Þarna var ógeðsvefurinn nýbúin að segja að falskur tónn kæmi frá Össuri Skarphéðinssyni þegar hann vottaði Norðmönnum samúðuarkveðjuríslensku þjóðarinnar í kjölfar barnamorðanna í Útey.

Ég var ekki einn um það að finnast að með þessum skrifum hefðu smátittlingarnir á AMX fundið hinn algera botn íslenskrar rithefðar. Ég trúi því ekki að Tryggvi sé að tala um einhverja aðra huglausa nafnleysingja en tittlingana á AMX. Sannarlega væri samt gaman að Tryggvi myndi nú að minnta kosti gefa í skyn hverjum sneiðin var ætluð. Tryggvi hefur nefnilega stundum haldið því fram að ástæðan fyrir því að traustið í samfélaginu fari þverrandi sé nokkrum bloggurum að kenna. Nokkuð spéleg fullyrðing, sérstaklega í ljósið þess að það voru ekki bloggarar sem keyrðu hér allt í klessu heldur græðgistrylltir auðmenn í samfloti við fávitandi stjórnmálamenn.

Ég er svo heppinn að eiga 3 binda ritsafn frá árinu 1946 með ljóðum eftir Davíð Stefánsson. Og eins og allir vita þá eru ljóð vírus sem er bráðsmitandi. Ég las því allt heila klabbið í gær og segi alveg keikur að Davíð Stefánsson er algerlega magnað skáld. Mér fannst hann alltaf svolítið yfirkeyrður móralisti, en mér er orðið sama um það.

Davið Stefánson er frábært skáld, alveg sama þótt fínu strengirnir séu svo fínir að þeir slitna stundum þegar þeim er strokið. Þegar ég var dyravörður á skemmtistaðnum 22 á öndverðri síðustu öld, heyrði ég stundum einn fastagestinn fara með ljóð Yngismey eftir Davíð. -Það var ógleymanlegt.
Eins og allur góður skáldskapur tala ljóð Davíðs Stefánssonar inn í alla tíma og inn í alls konar aðstæður.

Ljóðið Nirfillinn gæti vel hafa verið samin í græðgisbrjálæðinu þegar efnahags-galdrar Sjálfstæðisflokksins voru að blása út hagkerfið af ókunnum þrótti. Fólk sturlaðist í græðgistryllingi og sumir veðsettu kennitölur barna sinna til þess að braska með lánafyrirgreiðslur. Bankakerfið allt varð að spilavíti og sem fyrrverandi banksastjóri eins alræmdasta fjárglæfrabankans, ætti Tryggvi að gaumgæfa þetta ljóð Davíðs Stefánssonar.

Ljóðið Brestir eftir Davíð var svo magnað að hárin risu á höfði mér. Betri lýsing á efnahagshruninu er vandfundin. Þetta ljóð ætti að vera lesið yfir hausamótunum á hrunkvöðlunum, efnahags-„snillingunum“, ofurlaunaliðinu, vankunnandi þingmönnum og öðrum hrokagikkjum efnahagshrunsins.

Site Footer