BOWENTÆKNI

Nýlega kom fram á sjónarsviðið óhefðbundin lækningaaðferð sem kallast Bowen-tækni. Þessi tækni svipar til höfuðbeina og spjaldhryggs jöfnunar (sem hefur verið ástunduð hérlendis um nokkurra ára skeið) en báðar þessar aðferðir ganga út á að með þrýstingi á vissa staði líkamans megi lækna ýmiss mein sem hrjá okkur.

Eins og með allar óhefðbundnar lækningar þá virkar þessi Bowentækni ekki neitt þrátt fyrir fögur fyrirheit. Meðhöndlunartími hjá Bowen-tækna er 45 mínútur og felst meðferðin í ofurléttum snertingum á stoðkerfi líkamans. Ekki væri úr lagi að kalla þessar snertingar “þukl” því ekki er betur séð að Bowen-tæknirinn þukli á sjúklingum sínum.

Bowen-tæknar halda því fram að með þuklinu sé verið að tengja aftur svæði og líkamskerfi sem misst hafa sambandið hvort við annað. Einnig er haldið fram að “orkuflæði” líkamans jafnist við þuklið. Nú er það svo að flestar, ef ekki allar óhefðbundnar lækningar nota orðið “orka” á sérkennilegan hátt. Talað eru um “orkukerfi”, “orkuflæði”, “lífsorku / lífskraft” og “orkujöfnun” á þann hátt að hugtakið sé sjálfsagt og eðlilegt í hvaða samhengi sem er.

Orka er hinsvegar afar takmarkað hugtak og hefur mælieininguna kalóría þegar hún er mæld, rétt eins og rúmmál hefur t.d mælieininguna líter og þyngd hefur eininguna kíló. Kalóría er sú orka sem hitar einn lítra af vatni um eina gráðu. Hvorki meira eða minna. Hugtak á borð við “lífsorka” og “orkuflæði” eða “orkubrautir” eru bara þvættingur. Þessi orkupæling er reyndar útúrdúr og held ég nú áfram að segja frá gangsleysi Bowen-tækninnar.

Bowen-tæknin hefur skapað sé vissan sess meðal óhefðbundinna lækninga því fólki hefur verið talin trú um að hún virki á óþekk börn og börn með svefnvandamál. Þetta hefur valdið vinsældum Bowen-tækninnar á Íslandi. Fyrir utan að lofa bót á ofangreindum meinum lofar Bowen-tæknar lækningu við:

 • · stoðkerfisvandamálum,
 • · streitu og spennu,
 • · mígreni,
 • · fíkn í áfengi eða eiturlyf,
 • · átröskunum,
 • · námserfiðleikum og ofvirkni,
 • · magakrömpum og hægðatregðu,
 • · astma
 • · heymæði
 • · exem
 • · blöðruhálsvandamálum
 • · og lélegu ónæmiskerfi.

Það sem Bowen-tæknin á sameiginlegt með öðrum óhefðbundnum lækningum er að meint gagnsemin virkar á afar víðu sviðið. Notuð eru almenn orð og afar víð t.d lofar Bowen-tæknin bót á námserfiðleikum og lélegu ónæmiskerfi.

Hvorutveggja vandamál sem eru hvort í senn flókin og þarfnast nákvæmrar greiningar. Þetta er að sjálfsögðu haft svona vítt til þess að útvíkka kúnnahóp Bowen-tæknanna.

Engin óhefðbundinn læknir segist geta unnið bót á einhverri sérstakri tegund sjúkdóma eins og t.d krabbameins í ristli en fullt af óhefðbundnum læknum segjast geta læknað krabbamein! Þetta ber hvort í senn með sér takmarkalausa fégræðgi óhefðbundinna lækna og yfirgripsmikið þekkingarleysi á grundvallaratriðum læknisfræðinnar.

Bowen-tæknin í sjálfu sér sauðmeinlaus ein og sér enda eru vitlausar hugmyndir ekkert hættulegar nema þær komist í framkvæmd. En það hefur einmitt gerst hérlendis sem og erlendis. Bowen-tæknin er orðin tekjulind margra einstaklinga sem annað hvort trúa lækningamætti þessa þvættings eða þeirra sem beinlínis nota Bowen-tæknina sér til framfærslu og vitandi vits blekkja samborgara sína til þess að láta þukla sig gegn greiðslu Bowen-tækni eins og allar aðrar óhefðbundnar lækningar gera út á “persónulega þjónustu” og óhefðbundni læknirinn hlustar á sjúklinginn sinn, gefur honum tíma og sýnir honum áhuga nokkuð sem læknar í dag hafa engan tíma til að sinna.

Enginn óhefðbundin lækning þrifist ef læknar í heilbrigðisgeiranum hefðu tíma til að sinna sjúklingum sínum. Ímyndum okkur að manneskja kemur til læknis vegna bakverks og fengi fulla klukkustund með lækninum sínum. Læknirinn skoðaði sjúklinginn, setti hann á bekk, tæki myndir, talaði um mikilvægi réttarar líkamsstöðu og mataræðis. Ímyndum okkur síðan að þessi læknir spjallaði lengi um mismunandi meðferðir og mælti með samblandi af lyfjatöku, léttri leikfimi, bættum svefnvenjum og nýju mataræði.

Ímyndum okkur svo að þessi umhyggjusami læknir hringdi 2 dögum síðar í sjúklinginn sinn og athugaði hvernig meðferðinni miðaði. Sjúklingurinn mætir síðan vikulega í 8 vikur. Ætli sjúklingnum liði ekki barasta betur? -Ætli sjúklingnum batnaði barasta ekki? Þetta er nákvæmlega það rými sem óhefðbundnar lækningar þrífast í. Sjúklingnum er sýndur áhugi og gefin tími til að létta af sér. Tala um áhyggjur sínar, vonir og þrár. Eftir að Bowen-tæknin ruddi sér til rúms hérlendis hefur Bowen-tæknum fjölgað eins og gorkúlum. Þeir herja samborgara sína með sínu gagnslausa þukli hvort sem er á börn eða gamalmenni.

Hver tími hjá Bowen-tækni kostar um 5000.- krónur. Margir hafa af þessu umtalsverðar tekjur því ekki þarf neinn stærðfræðing til að lesa út að með aðeins 5 kúnnum á dag fást 500.000 króna mánaðarlaun. –Skattfrjálst.

Þetta eru þó smámunir miðað við gróðann af því að kenna fólki að gerast Bowen-tæknar! Samkvæmt heimasíðu Bowen-kennarans Margeirs Sigurðarsonar (http://bowentaekni.com/)hefur hann útskrifað um 40 Bowen-tækna (sem herja á almenning með þukli sínu). Ef hver gráða kostar um 300.000 krónur hefur Margreir grætt 12 miljónir á því að kenna þukl.

Nú kostar svona nám miklu meira því að skólinn hans Margeirs er alltaf að bjóða upp á viðbótarnám (sem kostar sitt). Þannig er svikamillunni alltaf haldið við og nemendur Bowen-skólans gjalda dýru verði fyrir það. Það er reyndar svolítið kaldhæðnislegt að raunveruleg fórnarlömb í þessu Bowen-rugli eru Bowen-tæknarnir sjálfir.

Það eru þeir sem verið er að svindla á. Bowen-tæknin gengur fyrst og fremst út á að plata fé úr fákunnandi og auðtrúa fólki, hvort sem um er að ræða nemendur Bowen-skólans eða fólk sem á við heilsuleysi að stríða. Ekki hefur verið sýnt fram á gagnsemi Bowen-tækninnar frekar en annarra óhefðbundinna lækninga. Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á Bowen-tækni hafa sýna svo ekki verður um villst að Bowen-tækni er gagnslaus fyrir utan slökunina sem fylgir tækninni.

-En slökun má fá ókeypis eins og allir vita og lítill buisness að segja fólki frá ókeypis hollráðum.

Site Footer