BORÐLEGGJANDI VANHÆFI

Ég hef undanfarið bloggað um ráðningu Páls Magnússonar hjá Bankasýslu ríkisins.  Ég hef velt fyrir mér allskonar flötum á málinu og sett í samhengi.  Rökin gegn þessari ráðningu eru tvennskonar.

„Hard facts“ þar sem ég bendi á annmarka sem má styðja með vísun í lagabókstaf eða reglur.

-Ég hef bent á að Páll Magnússon uppfyllir ekki skilyrði um menntun og reynslu skv. 6. grein laga um Bankasýslu ríkisins.

-Ég hef bent á að ráðning Páls Magnússonar brýtur í bága við eigendastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki.

-Ég hef bent á slappan rökstuðning við þessari ráðningu.

Hin rökin, varða sómatilfinningu eða einhverskonar mannasiði.   Þau eru sterkust að mínu mati.  Þau gera grein fyrir aðkomu Páls Magnússonar að bankasölunni í ráðuneyti Valgerðar Sverrisdóttur, þegar Búnaðarbankinn var afhentur á silfurfati til útvaldra vina Framsóknarflokksins.  Nú á Páll Magnússon sem sagt að selja bankana aftur fyrir hönd okkar íslendinga.  Við þessi rök má bæta að Páll tengist S-hópnum alræmda og nýlegar upplýsingar benda til þess að tengsl Páls við S-hópinn séu rammari en áður var talið og aðkoma hans  að einkavæðingarferlinu er alls ekki hægt að afgreiða með orðunum „hann vann bara þarna“.

Því meira sem ég skoða þetta mál sé ég betur hvað það er ónýtt.  Ég renndi áðan yfir lögin um Bankasýslu ríkisins.  Og viti menn.  Ein „hard-facts“ rök í viðbót.

Páll Magnússon er vanhæfur þegar kemur að allri umsýslu með 5% hlut ríkisins í Íslandsbanka.  Bróðir hans, Árni Magnússon, fyrrverandi ráðherra, er yfirmaður í Íslandsbanka.
Framkvæmdastjóri Orkusviðs Íslandsbanka.

Hérna eru lögin svört á hvítu.


Stór upplausn hér.

það er augljóst að það var ráðinn maður sem forstjóri Bankasýslunnar sem er bókstaflega vanhæfur í öllum tilfellum sem snerta Íslandsbanka.  Þetta mál er ekkert búið og svo segir mér hugur að það sé rétt að byrja.

Þetta er stjórn Bankasýslunnar.  Ég vek athygli á varaformanni stjórnar.  Steinunni Kristínu Þórðardóttur.

Googli maður nafnið hennar kemur þetta upp á 0,22 sekúndu  Í 4 sæti yfir þær síður sem Google vísar mann á, er þessi hérna norska Linkedin síða.

Þar segir að Steinunn Kristín Þorsteinsdóttir reki ráðgjafafyrirtækið Acton consulting.  Verkefni þess eru samkvæmt Linkedin síðunni.

Ljóst er að stjórnarmaður í Bankasýslu ríkisins, sem hefur aðgang að viðkvæmum upplýsingum úr Arion Banka, Landsbanka Íslands, Íslandsbanka og 5 litlum sparisjóðum

….rekur ráðgjafafyrirtæki samhliða stjórnarsetu sinn í Bankasýslunni.  Ráðgjafafyrirtæki sem „vinnur með bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum að meta fjárfestingarkosti og viðskiptatækifæri“

Berið þennan tilgang Akron AS við verkefnin sem gilda um Bankasýslu ríksins.  Steinunn Kristín Þórðardóttir er í kunnuglegri stöðu þegar kemur að íslenskri spillingarsögu.  -Hún er báðumegin við borðið.

Verkefni Bankasýslunnar er m.a þessi (e-liður)

„Að gera samninga við stjórnir hlutaðeigandi fjármálafyrirtækja, þar á meðal um eiginfjárframlög og um sérstök og almenn markmið í rekstri þeirra. Bankasýsla ríkisins setur þau skilyrði sem hún telur nauðsynleg vegna eiginfjárframlaga. Útdrættir úr samningum skulu birtir opinberlega 12 mánuðum eftir að þeir hafa verið gerðir“.

H-liður er eiginlega skýrari þegar kemur að hagsmunaárekstrum framkvæmdastjóra Akton og varaformanns Bankasýslunnar.

„Að meta og setja skilyrði um endurskipulagningu og sameiningu fjármálafyrirtækja með hliðsjón af hlutverki og markmiðum stofnunarinnar og eigendastefnu ríkisins.

Þetta þýðir að Steinunn Kristín Þórðardóttir varaformaður Bankasýslunnar og framkvæmdastjóri í Akton AS (sem leitar að fjárfestingartækifærum fyrir viðskiptavini sína) hefur aðgang að öllum lykilupplýsingum sem varða stóru bankana þrjá og fimm sparisjóði. Svona upplýsingar kallast innherjaupplýsingar og ætli það þurfi ekki ferlega sterk bein til þess að standast þá freistni að horfa framhjá þeim þegar kemur að ráðgjöf fyrir viðskiptavini Akton AS.

Það er með öllu óásættanlegt að þessir hagsmunaárekstrar skuli koma upp og við, eigendur þessara hlutabréfa, eigum að gera þá kröfu til stjórnvalda að ekki sé minnsti grunur á skuggaspilið sem einkenndi bankasöluna árið 2005, endurtaki sig.

-Þetta er orðin farsi.

-o-o-o-o-

Takið eftir.  Á næstu dögum munu birtast fleiri blogg um þetta mál og frekari upplýsingar verða birtar.
.

Site Footer