BORGARSTJÓRI SEKKUR Í VATNSMÝRI

Eftir að glæsileg vinningstillaga var kynnt á dögunum við hátíðlega athöfn stóð ekki á viðbrögum frá Ólafi F borgarstjóra Reykjavíkur. Hann sagði m.a að tillagan fæli ekki í sér nægilegt skynbragð á taktinn og þarfirnar i íslensku samfélagi. Þessi skoðun er athygliverð því borgarstjóri hefur að vissu leiti rétt fyrir sér en staðreyndin er sú (og dæmin sanna) að borgarstjóri sjálfur hefur ekki nægilegt skynbragð á taktinn og þarfirnar í íslensku samfélagi. Borgarstjóri talar einnig um að tillagan trufli skipulagsvinnu í borginni og sé ávísun á skipulagsklúður. Þarna hefur borgarstjóri einnig hálfpartinn rétt fyrir sér en enn og aftur snýr veruleikinn (og dæmin sanna) að borgarstjóri sjálfur truflar skipulagsvinnu og skoðanir hans eru ávísun á skipulagsklúður.

Ólafur F er óvinsælasti borgarstjóri samanlagrar sögu Reykjavíkur. Hann nýtur nánast einskis fylgis og er vandræðaleg aðhlátursefni hvar þar sem hann kemur fram. Skoðanir hans og viðsnúningur í stórum málum vekja hvort í senn undrun og aðhlátur. Viðbrögð hans við fyrirspurnum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins voru honum til ævarandi skammar. Hann svaraði fullgildri fyrirspurn á þann hátt að [borgarstjórnar]fundinn setti niður með viðveru borgarfulltrúans. Það þarf töluvert fjörugt ímyndurarafl til að detta niður á svona andstyggilegt svar.

Enn og aftur hitta orð borgarstjóra hann aftur. Borgarstjórn Reykjavíkur setur niður við það að hafa Ólaf F í æðsta embætti borgarinnar.

Eini ljósi punkturinn í þessari leiðilegu sögu er að tíminn vinnur með Reykvíkingum. Það styttist stöðugt í endalok Ólafs F í embættti og hann mun ekki eiga afurkvæmt í pólitík þegar þessu kjörtímabili lýkur.

-Því ber að fagna.

Site Footer