Borgarafundurinn í Háskólabíói


Ég var að horfa á borgarafundinn í Háskólabíói nú rétt í þessu. Fínt framtak hjá þessum Gunnari leikstjóra en mikið djöfull er hann slappur fundarstjóri.

Hann er dóni og hann kann sig ekki. Ég saup hveljur þegar hann kynnti upp í pontu mann sem komin var alla leið frá Akureyri. Gunnar fundarstjóri gat ekki setið á strák sínum og gerði hálfgert gys að því að ræðumaðurinn væri að norðan. (reyndar var þessi ræðumaður algerlega frábær).

Svo var frummælendakerfið afar furðulegt. Allir að tala á móti ríkisstjórninni, með skömmum og tilheyrandi. Þetta minnti mig svolítð á sögur úr menningarbyltingunni í Kína. Upp á svið voru þeim seku stillt upp og síðan teknir til vitnisburðir um hve mikil ómenni þeir voru. Þessu fylgdu svo gjarnan pyntingar

Þetta þarf að laga fyrir næsta fund, annars verður enginn fundur. Þessi Gunnar leikstjóri hefur fengið sínar 15 mínútur….

-og klúðraði þeim.

-o-o-o

p.s
Annars var ég sammála flestum ræðumönnum og er þeirrar skoðunar að Samfylkingin ætti að slíta þessu samstarfi við glæpónana í Sjálfstæðisflokknum.

2 comments On Borgarafundurinn í Háskólabíói

  • Djöfull er ég sammála þér með Gunnar fundastjóra. Óþolandi að á krísutímum sem þessum eru það trúðarnir og vitleysingarnir sem nýta sér ástandið og stíga fram til að bjarga þjóðinni. Hvar er alvöru fólkið? Nóg er til af því. Ingibjörg Sólrún er ekki skömminni skárri en þetta pakk. Hún er búin að taka þátt í gróðærisleiknum sjálf, er hún þáði stofnfjárhlut í SPRON sem hún seldi með miklum hagnaði á svipuðum tíma og svili sinn. Nú síðast í dag réði hún vinkonu sína í starf sendiherra. Hún kann ekki að skammast sín, hver gerir slíkt á svona tímum þegar þjóðin er brjáluð?

    G.

  • Finna nýjan fundarstjóra fyrir næsta fund. Ætti ad vera lítid mál.

    Svo fundust mér spurningar til pólitíkusanna ekki nógu beittar – og svörin mörg hver heldur lodin. Svona eins og vanalega.

Comments are closed.

Site Footer