BÓK EÐA BJÓRKIPPA

Eitt af því sem ég vil endilega breyta í starfi Neytendasamtakanna, er að koma því þannig fyrir að Neytendasamtökin hætti að bregðast við málunum og reyni þess í stað að leyta uppi mál til að takast á við.

Bráðum koma blessuð jólin og það munu koma upp mál sem við verðum að fá út af borðinu.

Skilaréttur íslenska neytenda er enginn og einu reglurnar sem gilda í landinu sem varða skilarétt, eru reglur sem sumar búðir hafa sett sér og lofað að fylgja eftir.

Þær reglur eru  góðar og gildar, en sumt í þeim er mjög vont. Nánast hneykslanlegt.

Sem dæmi má nefna að vara sem keypt er fyrir jól er búin að missa 20 -40 verðgildi sitt eftir jól.

Þetta verður enn bilaðra ef maður skoðar málið i kjölinn.  Þegar vöru er skilað þá breytist hún í tæknilega séð í  inneignarnótu.  Þessi inneignarnóta er 20-40% lægri, reyni eigandinn að fá henni skipt eftir jól.

5000 kall verður skyndilega að 3000 kalli.

– Varan óbreytt og í umbúðunum-

Í löndunum allt í kringum okkur gilda neytendalög og lög um skilarétt. Þar er kveðið á um tæknilegar lausnir og eðlilegar og réttlátar útfærslur negldar í granít.

Neytendalög i Bandaríkjunum eru ein sú bestu í heiminum og þangað ættum við að líta.  30 daga skilaréttur – umbúðir mega vera opnar o.s.fr.

Neytendasamtökin eiga að berjast fyrir þessu.

Það er vel hægt og mikill vilji í stjórnmálunum að koma þessu í gang.

Hérna er hlekkur á útvarpsviðtal við mig sem tekið var 2. janúar  í janúar 2015.

Site Footer