Blogg-hrós og blogg-skammir.

Uppáhalds bloggarinn minn er Margrét Hugrún. Ég les hana alltaf. Hún kemur manni oft í gott skap. Ekki skaðar að ég þekki hana pínulítið og það setur visst krydd í skrifin. Hún er frábær.

Jónas les ég alltaf. Stundun held ég að hann sé gengin af göflunum en svo koma líka þessar fínu færslur inn á milli. Kristalskýrar útskýringar sem feykja burtu spunaþvælunni lengst úr í horn. Jónas ætti að vera til á hverju heimili.

Óla Sindra og Maurildið les ég alltaf. Þeir eru ferlega fyrirséðir og halda alltaf með þeim sem eru í minnihluta. Nú eru þeir td aðal-stuðningsmenn Davíðs Oddsonar. Sennilega lýsa þeir stuðningi yfir Söru Palin á næstunni. Þeir eru hinsvegar ferlega góðir stílistar, sértaklega kennarinn. það er gáfu-rembingur í hinum.

Formannin les ég alltaf af tómri skyldurækni og vegna þess að ég er að bíða eftir að hann komi með uppskriftina af Pizzuborninum sem hann gjörir stundum á vantrúarhittingum. Matti ætti einnig að vera á hverju heimili enda vandfundinn annar eins geðprýðismaður.

Eirík Örn Norðdahl les ég einnig alltaf, aðalega vegna þess að ég er í alvörunni að reyna að skila kveðskapinn hans. Ég skildi loksins eitt ljóða Eiríks. Það var meir að segja nokkuð gott ljóð sem fjallaði um miljarða á miljarða ofan. Ég held að Eiríkur sé óvitlaus en á vitlausri hillu í lífinu.

Svo les ég náttúrulega allskonar blogg sem eru með forvitnilegum fyrirsögnum.

Andrés Jónson les ég alltaf sem og Andrés Magnússon. Egil Helga og Guðmund Magnússon. Ég nenni ekki að lesa tvíburana. Það hefur ekkert uppá sig. Ég forðast að lesa Binga en stundum kíki ég á hann. Ég er nefnilega alltaf að bíða eftir því að hann sjálfur segi frá þáttöku sinni í krinum REI-ruglið. Hann var nefnilega eins og alþjóð veit, í aðalhlutverki þegar FL group ætlaði að ræna OR frá Reykvíkingum. Bingi hefur aldrei þurfa að standa reikningskil á því dæmi eins furðulegt og það kann að hljóma. Nú stjórnar hann víst einhverjum þætti sem á að varpa ljósi á íslenska viðskiptahætti !!! Bingi hætti að hafa sjálfan sig sem aðalgest eitthvert skiptið og rusla inn áhorfi með því að SEGJA SATT einu-helvítis-sinni!

Stebbi Fr er mest óþolandi bloggari landsins. Ritstíll hans er eins og rop aftan úr rassgatinu á dauðasta Sjálfstæðismanni á landinu. -Jóni Þórláks. Stebbi lærði að lesa í gegnum Staksteina Morgunblaðsins og Sunnudagsbréf Styrmis. Það er stundum beinlínis hættulegt að lesa blogg þessa leiðinlega manns. Ég fæ í alvörunni útbrot á húð og sé litríka díla við jaðar sjónsviðsins. Hann kristallar allt það sem ég hata við íhaldið. Sjálfsumglaður, gagnrýnislaus og heimskur. Ég vil samt endilega að Stebbi hætti ekki að blogga. Því fleiri staksteinum sem hann fretar út um taðgatið á sér, – þeim mun betra.

1 comments On Blogg-hrós og blogg-skammir.

 • Heill og sæll, Teitur.

  Ég þakka hrósið. Mig langar þó að barma mér undan einu. Það er dálítil einföldun að segja okkur bræður alltaf taka málstað lítilmagnans (eða þess óvinsæla). Ekki aðeins vegna þess að ég held að bræður mínir séu snöggtum saklausari af því en ég (og mér vitandi litlir aðdáendur DO t.a.m.) heldur einnig, og ekki síður, vegna þess að með því er gefið í skyn að vinsældir viðfangsefnisins séu mér næg ástæða.

  Það er alrangt. Það má vel vera, og er líkast til rétt hjá þér, að ég hafi frekar tilhneigingu til að verja óvinsæla skoðun en vinsæla. En það geri ég aldrei VEGNA ÞESS að hún er óvinsæl. Ég geri það aðeins ef mér finnst hún meika sens.

  Ég held í fullri einlægni að DO sé að ósekju gerður að holdtekju þeirrar krísu sem nú ríður yfir. Og ég tel ekki nema eðlilegt og sanngjarnt að ljá máls á því. Það eru gild rök fyrir því að DO hafi í raun sýnt meiri karakter og umhyggju fyrir þjóðinni í þessu máli en flestir aðrir.

  Ég held að sökin liggi að mestu annarsstaðar þótt vanhæfnin sé hjá honum eins og öðrum. Ég hef t.a.m. um nokkuð langa hríð reynt að koma þeim punkti á framfæri að mér þykir athugaverð aðkoma ÞKG að málinu þar sem margt bendir til þess að maður hennar og þar með hún hafi haft mikla hagsmuni af stöðunni eins og hún var, og hugsanlega tapað miklu fé.

  Ég tjáði mig ekki um það af því það væri óvinsælt (það var það raunar) heldur vegna þess að þá rödd vantaði (þótt hún sé vissulega að verða hávær núna). Ég varði ekki DO vegna þess að það væri óvinsælt, heldur vegna þess að þá rödd vantaði líka – og vantar enn.

  Við fáum aldrei öll spil á borðið ef við ætlum öll að leggja til þau spil sem okkur finnst flottust.

  Með kærri kveðju og þökk fyrir óvenju heiðarleg skrif.

Comments are closed.

Site Footer