BJÖRN BJARNASON OG „HEIÐARLEGU SKOÐANASKIPTIN“

Björn Bjarnason ritaði á föstudaginn síðasta, alveg sérdeilis afhjúpandi dagbókarfærslu. Hann skammast í mér og „DV-feðgum“ fyrir að skrifa um styrk sem hann fékk frá Alþingi. Styrkurinn nam 4.5 miljónum og var veittur til félagsins „Evrópuvaktin“ sem Björn rekur í félagi við Styrmi Gunnarsson. Afskiptasemi mín er auðvitað dónaskapur eins og gefur að skilja.  Ég fór í byrjun umræðunnar, rangt með upphæð styrksins. Ég taldi hann hafa numið 9 miljónum. Seinna fékk ég upplýsingar um að styrkurinn hefði verið 7 miljónir.

Það var sú tala sem ég notaðist við. Evrópuvaktin fékk í raun og veru 4.5 miljón króna styrk. Ég baðst velvirðingar á þessu um leið og mistökin uppgötvuðust. Þess ber þó að geta að Björn Bjarnason var þrábeðinn um að gefa upp hversu háan styrk hann hefði þegið frá Alþingi. Hér og aftur hér. Björn neitaði að svara og sagði að sá sem veitti styrkinn yrði að svara þessu

.….. Af hverju? ……

Af hverju þarf að spyrja þann sem veitti styrkinn, hversu hár hann var? Ég, ásamt svona öðrum 34 íslendingum, las bloggið hans Björn sem að Alþingi styrkti um 4.5 miljónir. Þetta voru 14 bloggfærslur sem sagði frá ævintýrum Björns i Evrópusambandinu. Björn segist hafa talað við 40 manns í þessari för, en nafngreinir aðeins einn. Hans-Olaf Henkel. Eftir því sem ég kemst næst er hann búin að mála sig út úr þýskri samfélagsumræðu vegna öfgakenndra skoðanna sinna þar sem hrærist saman öfga-hægristefna, útlendingaandúð og hroki. Íslandsvinurinn Wiliam Black ritaði opið bréf til Bank of Amercia þar sem hann hvatti til þess að Henkel yrði rekin úr starfi vegna andstyggilegra orða um útlendinga sem hann viðhafði.

Mér finnst skrýtið að rita 14 blogg, -44 síður í word, um flókið og spennandi mál, og nafngreina aðeins einn mann. Mér finnst skrýtið að Alþingi skuli styrkja svona lagað. Ég þekki ágætlega til rithefða og ólíkra tegunda af ritsmiðum, en hef aldrei séð neitt í líkingu við rit-klastur Björns Bjarnasonar. Nema eina.Það er grein eftir Hunter S. Thompson sem hét „The Kentucky Derby is Decadent and Depraved“. Í báðum greinunum fara höfundarnir í ferðalag og greina frá sinni sýn á þann veruleika sem blasir við. Þær eiga það báðar sameiginlegt að í báðum er aðeins einn maður nafngreindur. Björn talar við Henkel, en Thompson ræðir við Jimbo. Þar með lýkur snertiflötunum og grein Thompsons fer á flug, meðan ritsmíð Björns þvælist einhvernvegin inn í vitundina í þurrum líkkistustíl.

Ég vil vita við hverja Björn talaði við. Mér finnst það skipta máli. Nú er komið í ljós að eina nafngreinda manneskjan í ritsmíð Björns Bjarnasonar er af þeirri sortinni sem venjulegur Þjóðverji sneiðir hjá þegar rætt er um samfélagsmál. Ég skil ekki hversvegna Henkel ætti að eiga svo brýnt erindi inn í íslenska samfélagsumræðu og Björn vill láta. Ræddi Björn við fleiri af sauðahúsi Henkels?Í athugasemd við hugleiðingar mínar um þetta mál kom Björn

Bjarnason fram og skildi eftir þessa athugasemd Ég er forvitin og mig langar að sjá þessa skýrslu sem „Evrópuvaktin“ skilaði. Ég sé ekki ástæðuna fyrir því að þessi skýrsla ætti að vera hulin augum borgaranna. Mig langar að sjá nöfnin á þessum fjörtíumenningum sem Björn talaði við. Mér finnst það skipta máli og hringdi þessvegna í Alþingi og bað um að fá að sjá þessa miklu skýrslu sem Evrópuvaktin skilaði inn.Í lok „dagbókarfærslu“ Björns Bjarnasonar var þessi hérna þessi hérna málsgrein. Við lestur hennar varð ég var alveg „stúmm“ eins og amma sagði stundum.

Þetta eru mjög athyglisverð ummæli frá fyrrverandi aðstoðarritstjóra Moggans. Hann segir að eftirgrenslan, símhringingar, beiðnir um upplýsingar, heilbrigt vantraust til sérkennilegra útskýringa og skoðun inn i fjárreiður hins opinbera „eigi ekkert skylt við blaðamennsku eða heiðarleg og opin skoðanaskipti“. Þetta segir fyrrverandi aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Það væri gaman að vita hvort Styrmir Gunnarsson er sama sinnis og Björn Bjarnason.

Hann starfaði á Mogganum í 43 ár og þar af ritstjóri Moggans í 36 ár.Afhjúpunin í þessu öllu saman er að aðstoðar-ritstjórinn fyrrverandi virðist hafa einhvern annan skilning á eðli blaðamennsku en allir aðrir ritstjórnar. Þar með taldir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson á DV. Reyndar var það svo að þegar Mogginn gnæfði yfir allri samfélagsumræðunni, var það helst fréttnæmt hvað var ekki í Mogganum. Ritstjórnarstefnan Moggans á mektar-árunum, virtist ekki hafa það að markmiði að skýra frá atburðum, heldur að hafa áhrirf á atburði. Það er tvennt ólíkt og það síðarnefnda á ákaflega lítið sameiginlegt við blaðamennsku. Svoleiðis kallast eitthvað annað. Samhliða því að Mogginn birti ekki fréttir, heldur beið mér þær þar til það hentaði einhverjum vel eða illa, var Mogginn líka notaður fyrir innmúraða og innvígða til einhverskonar skoðanaskipta og skeytasendinga.

Í stað þess að vera fjölmiðill, breyttist Mogginn í skrímsli sem skóp af sér ógeðslegt þjóðfélag. Með engum prinsippum og engum hugsjónum. Bara tækifærismennsku og valdabaráttu. *Innblástur héðan

Það er fróðlegt að bera saman kröfu Björns um „heiðarleg og opin skoðanaskipti“ og ritsmíðar hans þar sem hann að eigin sögn, talar við 40 manns, en nafngreinir aðeins einn. Hvaða heiðarleiki er það eiginlega? Hvaða opnu skoðanskipti eru það eiginlega?Það væri gaman að fá svar við því.

Site Footer