BJARTUR

Ég hætti ekki að vera gáttaður þegar fólk segir án þess að hika að „við eigum að vera eins og Bjartur í Sumarhúsum“.

Einar Már rithöfundur hafði þetta eftir fyrir allmörgum mánuðum og svo heyrði ég einhvern stjórnálamann fara með sömu þvælu.  Ljóst er að þessir tveir hafa ekki lesið Sjálfstætt fólk, eða þá misskilið bókina á hinn versta mögulega veg.


Einangrunin varð einmitt Bjarti að falli.  Hann var skelfilegur maður. Vondur við fólkið sitt skeytti því engu þótt börnin hans létust úr hor.  Hann sá ekkert nema rollurnar og hataði kúnna sem hann síðan drap í tómum kvikyndisskap. Níddist á dóttur sinni og neytti aflsmunar þar sem hann kom því við.

Nú segja nei-arar keikir að „við eigum að vera eins og Bjartur í Sumarhúsum“,

-Sveiattan.

Site Footer