BJARNI HARÐARSON ER ÓSNOTUR

Ósnotur maður
er með aldir kemur,
það er bast að hann þegi.
ósnotur=vitlaus
aldir=menn
bast=best

Þessi orð úr Hávamálum datt mér í hug þegar ég las nýlega bloggfærslu þingmannsins Bjarna Harðarsonar. Þar varpar hann fram hugleiðingu um það sem hann kallar „umburðarlyndisfasisma“ og á við þá tilhneygingu þróaðra samfélaga að gera minnihlutahópum hærra undir höfði en efni standa til. Þetta er reyndar kallað af snotrum, póstmóderniskar villigötur. Þessar villigötur birtast t.d þannig, svo tekið sé nýlegt dæmi frá Þýskalandi, að dómur yfir föður sem myrti dóttur sína í s.k heiðursmorði var dæmdur til lægri refsingar vegna „menningarlegra“ ástæðna. Þingmaðurinn Bjarni Harðarsson þekkir greinilega ekki þessa umræðu sem hefur verið ráðandi í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarin 20 ár, enda stærir sig af einangrunarstefnu á öllum sviðum samfélagsins.

Bjarni spyrðir „umburðarlyndisfasisma“ á þá sem telja að skólar skuli vera uppeldisstofnanir en ekki trúarstofnanir. Sérhver snotur sér að trú sem byggð er kringum ógeðslega mannfórn, á ekki heima í lögum og reglum samfélagsins. En eins og lesendur vita sennilega fullvel þá er Bjarni Harðarsson ósnotur.

Til að hjálpa þingmanninum með væntanlega grein um „umbuðrarlyndisfasisma“ langar mig að nefna að hugtakið er þversögn í sjálfu sér. Umburðarlyndisfasismi er álíka gáfulegt hugtak og giftur piparsveinn. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þingmaðurinn Bjarni Harðarson spinnur grein í kringum þessa þversögn. Grein sem sennilega verður með einhverja skírskotun í veruleikann sem við lifum í. Þó á ég von á einhverjum bræðingi úr ósnotrum huga Bjarna og ímyndaðs veruleika þar sem frasinn „við Íslendingar erum“ -kemur víða við. En þá erum við komin ansi nærri alvöru fasisma. Fasismi er oft skilgreindur sem afar lagskipt samfélag (stétt með stétt) hvers eldsneyti er sameigur óvinur.

En skoðum aðeins þennan meinta fasisma sem Bjarni spyrðir við andstæðiga þess að hinu andlega sviði sé blásið saman við hið veraldlega svið. Er það fasismi að fara fram á réttlæti? Er það fasismi að setja spurningamerki við það að trúarstofnanir hafi óheftan aðgang að nemendum á leik og grunnskólastigi. Uþb 20% nemenda í hverjum bekk eru ekki í ríkiskirkjunni. Er það fasismi að hafna þeirri útskúfun sem felst í því að 80% nemenda ástundi trúariðkun í skólatíma? Er það fasismi að hafna því að meirihluti kúgi minnihluta?

Félagið sem ég er í, Vantrú, hefur alltaf bent á þá staðreynd að allar skoðanir eru ekki jafn réttháar og er því sammála þingmanninum að þessu leiti. Hinsvegar hefur Vantrú líka bent á að skilinn milli hins veraldlega samfélags (skólar meðtaldir) og hins andlega skuli greind frá hvort öðru. Hvernig fyndist Bjarna t.d að Fiskistofa Íslands skuli taka mið af „kristilegu siðgæði“ í verkum sínum. Hvernig fyndist Bjarna að dómsmál skuli fara eftir „kristilegu siðgæði“. Dettur einhverjum í hug að dómarar líti í Biblíuna áður en kveðin er upp dómur? Þótt þetta dæmi sé okkur fjarlægt eru til lönd þar sem dómarar fara eftir trúarritum. Þetta eru lönd eins og Saudi Arabía og Íran, svo dæmi séu tekin. Réttlæti er ekki trúarlegt fyrirbæri. Það er sammannlegt og blasir oftast við.

Lýðræði er ekki bara að meirihlutinn ráði. Þetta ætti Bjarni að vita sem þingmaður í stjórnarandstöðu. Ef svo væri gæti hann bara farið í frí þar til næstu kosninga. Í lýðræðissamfélagi er alltaf tekið tillit til réttlætiskenninga. þar spilar hugtakið umburðarlyndi lykilhlutverki. Hugak sem Bjarni svívirðrir á hinn ósmekklegasta hátt. Lög og reglur hvers almennilegs samfélagas eiga að tak tillit til allra í samfélaginu, finna lægsta samnefnara ef svo má að orði komast. Þetta er alltaf verið að gera í allri löggjöf og fáheyrt, ég endur tek ágætu lesendur, fáheyrt að Bjarni Harðarson hafi ekki tekið eftir þessu. -Fatti þetta ekki.

Stóra málið er síðan alltaf skilgreiningin á „kristilegu siðgæði“. Hvað þýðir það eiginlega? Er það „stuðningur við Þjóðkirkjuna“ eins og Guðni Ágústsson heldur fram? Er það siðgæði Árna Johnsen? Er það siðgæði Guðmundar í Byrginu? Mikið væri fróðlegt að Bjarni Harðarson upplýsi hvað nákvæmlega felist í „kristilegu siðgæði“, þvi hinu sama og hann fékk í gegn inn í grunnskólalögin. Fyrirbæri sem skólastarf á að mótast af. Endilega svaraðu því Bjarni Harðarsson.

Mér þætti það í rauninni betra efni í grein en að delera um þversagnir.

Site Footer