Bílar óskast !

Eftir að við keypum okkur Toyotuna í fyrrasumar, þá er fastur liður í umgengdi við bílinn að taka af honum allskonar miða þar sem fólk vill kaupa bílinn. Einu sinni var hringt beint í mig og greinilegt að sá sem hringdi hafði skoðað hann gaumgæfilega. Sá vildi endilega kaupa bíllinn. Ég fæ venjulega svona miða undir þurrkuna en núna er byrjað að senda mér í pósti tilboð um að ég seldi bílinn.

Þið trúið mér kannski ekki en ég tók að gamni tvö svona blöð og festi þau á filmu áður en ég henti þeim.

Ef að einhver á Íslandi vill hafa samband við bílasalana, þá skal ég glaður aðstoða við að koma einhverju af stað eða vera til staðar sem tengiliður.

-Og ég ætla ekki að taka krónu fyrir viðvikið. Sendið mér póst á teitur.atlason@gmail.com

1 comments On Bílar óskast !

  • Eldri japanskir bílar, og þá sérstaklega Toyota, eru mjög eftirsóttir. Ódýrir, lág bilanatíðni, lágt varahlutaverð, eyðslugrannir og afar auðveldir í endursölu.

    Ekki skrýtið að tilboðum í bílinn rigni yfir þig.

    AH

Comments are closed.

Site Footer