Bílalán

Hversvegna liðkar ríkið ekki fyrir þvi að fólk fái að selja bílana sína MEÐ ÁHVÍLANDI LÁNUM til útlanda?

Ég er viss um að það yrði slegist um „Íslandsbíla“ (bíla með mikið áhvílandi) hér í Svíþjóð. Bílar hér er seldir með lánum, tvist og bast.

Hver er eignilega munurinn á RangeRover með erlendu láni á Íslandi og í Svíþjóð? Nú þarf að gera eitthvað.

5 comments On Bílalán

  • Eru þetta nokkuð raunveruleg lán í erlendri mynt.

    Klassískt myntkörfulán hljóðar uppá hlutfallstölur af erlendri mynt en hvergi kemur fram hvað lánið er margar evrur, yen og frankar.

    Þessvegna eru menn að tala um að þetta séu ólögleg lán.

  • Það er ömurlegt að sjá alla þessa tugmilljóna jeppa hér í snatti innanbæjar. Það seldust fleiri Range Rover á Íslandi en á öllum Norðurlöndunum árið 2007 (við erum 300 þús á móti yfir 20 millj.). Ég held að það sé enginn markaður fyrir svona bíla á Norðurlöndunum eða í heiminum allmennt. Lúxusbílar falla líka skart í verði við notkun. Svona bílar eru bara typpalenging og gott merki um hjarðmennskusnobb Íslendinga.

  • Heyr !Það er mikill gjaldeyrir bundinn í þessum bílum og væri þjóðráð að reyna koma bílunum úr landi.Hef frétt af hjónum sem bua í Noregi en fá ekki að taka með sér bílinn vegan lán sem á honum hvíla.Verður að gefa þeim tækifæri að eigann eða seljann í Noregi.Að láta hann grotan niður í bílastæði heima er algjörlega fráleit hugmynd og eigna rýrnun fyrir alla líka fjármögnunarfyrirtækið.kveðja .Hörður Halldórsson

  • Þetta er víst nú þegar komið í fullan gang.

Comments are closed.

Site Footer