BETRUN ÞÓRS SIGFÚSSONAR

Ein af furðulegri bókum Íslandssögunnar er eftir fyrrverandi forstjóra Sjóvár, Þór Sigfússon. Hún kom út árið 2008 og heitir Betrun. Tímaritið Frjáls Verslun gerir bókinni skil í 10 tölublaði ársins 2008 en ég á akkúrat það tölublað.

Í bókinni fjallar Þór Sigfússon um mistökin sem hann gerði á fyrstu misserum sínum sem forstjóri Sjóvár. Bókin er einföld og skýr í framsetningu að sögn Frjálsar Verlsunar  „Og hentar vel uppteknum stjórnendum þar sem lykilatriði eru dregin fram á spássíur bókarinnar og því er hægt að renna í gegnum aðalatriði bókarinnar á skammri stund“. eins og segir í umfjöllun um „Betrun“.

Ég hef ætlað að fjalla um þessa furðulegu bók á blogginu mínu en aldrei treyst mér í það af einhverjum ástæðum.  Mig vantar einfaldlega orð til að lýsa tilvist þessarar bókar.  Ég vildi að ég væri skáld.  Þá gæti ég kannski fest í orð þær hugsanir sem þeytast innan í hausnum á mér þegar ég les „hollráð Þórs“ eða „Endurhæfing á 100 dögum“.

Ég sé fyrir mér tvennt blasa við og hvoru tveggja eru skelfilegar sýnir.  Annarsvegar sé ég fyrir mér höfundinn sem algerlega veruleikafirrtan mann sem skrifar bara eitthver innihaldslaus hvatningarorð og fáránleg hollráð,  og hinsvegar sé ég fyrir mér samfélag sem tekur mark á þessari hrollvekjandi dellu.

Hafandi í huga að nokkrum vikum síðar fór Sjóvá á hausinn með braki og brestum er ótrúlegt að forstjórinn sjálfur hafi virkilega skrifað þetta hvatningar-rugl.  Það er alls ekkert ólíklegt að „einn virtasti stjórnandi landsins“ hafi ekki haft hugmynd um hvernig staðan var í fyrirtækinu sem hann stýrði.  Hver sá skrifar „heilræðabók fyrir stórnendur“ í miðju efnahagshruni yfir rústunum af fyrirtæki sínu er einfaldlega vondur stjórnandi.

-Afsakið.  Skelfilegur stjórnandi!

Og talandi um Sjóvá. Fyrirtækið var ein styrkasta stoð íslensk efnahagslífs, Fyrirtæki með glæsta sögu og digra sjóði. Ég, af öllum fólki, var stoltur af Sjóvá.  Mér fannst það flott fyrirtæki.  Þór setti það á hausinn á nokkrum mánuðum með þvílíkum bravúr að skattgreiðendur þurftu að punga út 12.000 miljónum til að halda því gangandi.  Segið þetta upphátt góðir lesendur.

-TÓLF ÞÚSUND MILJÓNIR.

Hérna eru Hollráð Þórs.

Takið eftir að þegar Þór skrifaði niður þessi orð, var hann að tæma.  TÆMA….bótasjóð fyrirtækisins.  Í yfirheyrslum sagi hann engu hafa ráðið.  -Bara hlýtt eigendunum.

Aldeilis flott stjórnun þar á ferðinni

Hérna kemur svo punkturinn sem ég á svo erfitt með að koma í orð.  Það er eins og eitthvað rof hafi átt sér stað fyrir löngu meðal íslenskrar forstjóraelítu.  Þeir hafa einhvernvegin múrað sig af frá veruleikanum með fábjánalegum hvatningar-bókmenntum um „stjórnun„.  Þetta minnir mig á setningu úr bók eftir Guðmund Andra Thorsson þar sem hann lætur eina söguhetjuna „tala burt veruleikann“.

Í tilfelli Þórs Sigfússonar hefur hann skrifað heila sjálfshjálparbók fyrir veruleika sem er ekki einu sinni til.

Í úrdrætti Frjálsar Verslunar er einnig að finna glefsuna „Endurhæfing á 100 dögum“  Þar má segja að Þór gefi skáldafáknum gersamlega lausan tauminn. Slóðin sem fákurinn treður gefur dýrmæta innsýn inn í þankagang Þórs og varpar sömuleiðs ljósi á þau gildi og þau viðmið sem forstjóraelíta Íslands tileinknaði sér.  Í stuttu máli:  Þankagang efnahagshrunsins.

Hér fyrir neðan er „Endurhæfing á 100 dögum“.  Stór útgáfa hér.

Mér verður sjaldan orða vant en við lestur þessa lista er sem mér þverri kraftur.  Ég vil þó segja, með veikum rómi, að liður 4 er gersamlega rangur.  Hann er al-rangur.  Stjórnendur á villigötum eiga einmitt að fara í gömlu skólabækurnar.  Ég get ekki sökkt mér í þennan svakalega lista.  Mér er það ómögulegt.  Mig sundlar beinlínis við lesturinn en ég bið lesendur að skoða hverni lið fyrir sig og setja í samhengi við gjaldþrot Sjóvár og hrun íslenska efnahagskerfisins

Þór Sigfússon er ekkert einn um þessa veraldarsýn.  Hann var að skrifa fyrir hóp fólks með sama þankagang.  Sem er algerlega hrollvekjandi staðreynd.

það sem vantar í Þór og alla hina, er hin eðlislæga rótbinding manneskjunnar.  Hin eðlislæga yfirvegun og stöðumat eða hvað á að kalla það.  -Það bara vantar.  Öllu er snúið upp í eitthvað fjandans pepp.  Meir að segja hroðalegum afglöpum og stórslysum.  Ein af ógleymanlegustu setningum hrunsins var þegar Þorgerður Katrín sagði að efnahagshrunið væri „tækifæri“ fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem hafði keyrt efnahagkerfið fram af hengifluginu.

-Tækifæri !!

-TÆKIFÆRI !!

það er nákvæmlega þetta rof sem sjá má þegar „hollráð Þórs“ eru lesin. Ég ber ugg í brjósti vegna þessara skrifa Þórs Sigfússonar.  Ég er alveg viss um að margir „stjórnendur“ eru ekki læsir á neitt nema eitthvað hvatningar-rugl sem sett er fram á einfaldan hátt, með stórri spássíu og skýringarmyndum.  Ég er viss um að margir „stjórnendur“ skilji ekki grundvallarhugtök á borð við „verðmæti“ eða „skuld“ eða „ábyrgð“ svo ég nefni bara eitthvað af handahófi.  Kannski er þessi ólæsa kynslóð svona vegna þess að hana vantar menntun?  Höfum í huga að orðið menntun þýðir „að mannast“ eða „að fullorðnast“  Heimur Þórs er einmitt svona.  Hann er ekki fullorðin. Þór Sigfússon er ekki fullnuma.

Ég á tvo strákar.  3 og 4 ára.  Stundum lemur sá eldri þann yngri með tilheyrandi öskrum.  Þegar ég kem inn og sé Leó litla grenja sig hásann, stendur Bessinn minn við hliðina og horfir á mig pínulítið flóttalegur og segir afsakandi, „Ég sagði fyrirgefðu“.

Eins og það sé nóg til að afsaka barsmíðina.

Ég held að Þór Sigfússon „einn virtasti stjórnandi landsins“ sé á þessu stigi.  Ég held að hann, eins og reyndar margrir gerendur í hruninu, skilji ekki orsakalögmálið.

-Það bara vantar.

Hérna er síða 44. Hérna er síða 45 úr 10 tlb Frjálsrar Verslunar árið 2008

Site Footer