Basshunter fótbrýtur ljósmyndara!

Loksins loksins er komin fyrirsögn í Eimreiðina sem ég er stoltur af. 🙂

Sænski techno-popparinn Basshunter fótbraut á dögunum ljósmyndara sem var að taka mynd af honum. Þetta var þó ekki viljaverk af hálfu Basshunters heldur slys. Basshunter var að pósa fyrir framan myndavél og einhvernvegin ýtti ljósmyndaranum út af sviðinu. Ljósmyndarinn bakkaði í uns enginn var fót-staðan. Sennlega hefur ljósmyndarinn verið að reyna að fá fókus á Basshunter

Hérna er myndskeið af slysinu.

Þó að þetta sér ekkert spaugilegt í sjálfu sér þá get ég ekki annað er brosað af þessu. „Hvað kom fyrir þig“ spyrja vinir ljósmyndarans. „Basshunter fótbraut mig“. Þetta er setning sem æðilsegt er að geta staðið við. Svo finnst mér þetta listamannanafn alveg undursamlegt. Basshunter.
-þetta á svo brálæðislega lítið við daglega lífið.

  • Núna er Basshunter að fá sér kornflex. (furðuleg setning)
  • Basshunter er ekki heima. Hann skrapp út í búð.
  • Basshunter finnur ekki fjarstýringuna af sjónvarpinu og er að leita undir sófanum.

Nú maður getur ímyndað sér barnabækurnar um Basshunter.

  • Basshunter er aldrei hræddur
  • Basshunter og litirnir
  • Basshunter og töfralúðurinn
  • Basshunter hittir sjóræningja

-Þetta er gys-náma.

Site Footer